Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 14:47 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lét sig ekki vanta á öryggisráðstefnuna í Munchen um helgina en í dag sækir hún óformlegan leiðtogafund í París. AP/Matthias Schrader Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO. Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent