Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 18. febrúar 2025 07:15 Ekkert um Úkraínu nema með Úkraínu, sögðu menn. En hvað nú? Vólódímír Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar hafa verið settir á bekkinn í bili. Getty Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París. Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París.
Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira