Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 23:33 Hélt marki sínu hreinu ásamt því að gefa sögulega stoðsendingu í 4-0 sigri á Newcastle. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Með stoðsendingu sinni gegn Newcastle United er Ederson, markvörður Manchester City, nú stoðsendingahæsti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira