Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 23:33 Hélt marki sínu hreinu ásamt því að gefa sögulega stoðsendingu í 4-0 sigri á Newcastle. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Með stoðsendingu sinni gegn Newcastle United er Ederson, markvörður Manchester City, nú stoðsendingahæsti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira