Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 09:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar síðasta haust. vísir/Anton Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira