Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 07:32 Guðlaugur Victor þekkir Rooney vel eftir samstarf hjá bæði DC United og síðast Plymouth. Hann segir Rooney hafa misst traustið gagnvart sér en samskiptin hafi þó ávallt verið góð. Vísir/Getty Gengið hefur á ýmsu hjá Guðlaugi Victori Pálssyni hjá Plymouth Argyle á Engandi síðustu mánuði. Goðsögninni Wayne Rooney var sagt upp hjá félaginu eftir slakan árangur og þrátt fyrir að Rooney hafi gefið Guðlaugi fá tækifæri er samband þeirra gott. Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira
Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira