Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 07:32 Guðlaugur Victor þekkir Rooney vel eftir samstarf hjá bæði DC United og síðast Plymouth. Hann segir Rooney hafa misst traustið gagnvart sér en samskiptin hafi þó ávallt verið góð. Vísir/Getty Gengið hefur á ýmsu hjá Guðlaugi Victori Pálssyni hjá Plymouth Argyle á Engandi síðustu mánuði. Goðsögninni Wayne Rooney var sagt upp hjá félaginu eftir slakan árangur og þrátt fyrir að Rooney hafi gefið Guðlaugi fá tækifæri er samband þeirra gott. Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira