Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2025 14:10 Hildur vildi vita hvort Kristrún tæki undir með Ingu þar sem hún talaði um óvandaða falsfréttamiðla. Kristrún sagði að almennt ættu ráðamenn ekki að svara með þeim hætti sem Inga gerði, en fólki gæti hins vegar fundist ómaklega að sér sótt. vísir/vilhelm Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla? Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hildur sagði lýðræðishlutverk fjölmiðla óumdeilt. Þeim bæri að upplýsa almenning og að hafa vakandi auga með stjórnvöldum, atvinnulífi og stofnunum. Tekur Kristrún undir með Ingu? „Yfirlýsingar háttvirtra þingmanna og hæstvirtra ráðherra stjórnarmeirihlutans um fjölmiðla og ríkisstyrki til þeirra á umliðnum vikum hafa því eðlilega vakið verðskuldaða athygli, sérílagi ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. janúar síðastliðnum þar sem hún sagði, með leyfi forseta: „Óvandaðir falsfréttamiðlar í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla koma fram við fólk eins og fífl.“ Hildur spurði Kristrúnu hvort hún telji þessi ummæli um falsfréttamiðla til eftirbreytni. „Og taki undir með hæstvirtum félags- og húsnæðismálaráðherra, líkt og aðrir ráðherrar og þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa gert?“ Kristrún sagðist ekki vilja gagnrýna fjölmiðla sem spyrji óþægilegra spurninga. „Almennt eiga kjörnir fulltrúar ekki að tjá sig með þessum hætti. Og ekki mikið meira um þetta að segja.“ Hún bætti því við að hún vildi búa í landi þar sem ráðamenn fengju aðhald og spurt væri beittra spurninga. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að þola. Fólk getur verið krítískt á móti og vilji verja sig. Og gerir það með ákveðnum hætti. En vonandi verðum við áfram í slíku umhverfi að fjölmiðlar séu málefnalegir og spyrji erfiðra spurninga.“ Spurning hvort ummælin stangist á við siðareglur ráðherra Hildur sagðist í andsvari vilja nýta tækifærið og rifja upp efni siðareglna ráðherra og handbókar þar um. Þar megi finna skýringar við einstaka liði siðareglna og hagnýt dæmi um háttsemi sem er í andstöðu við reglurnar: „Ráðherra skal jafnframt vera meðvitaður um sjónarmið valdtemprunar og virða aðhaldshlutverk Alþingis, eftirlitsstofnana og fjölmiðla.“ Hildur velti því upp hvort ummæli Ingu um falsfréttamiðla gætu hugsanlega stangast á við siðareglur ráðherra, en þar er meðal annars tiltekið að þeir gerist brotlegir þegar þeir neita að svara fyrirsprunum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.vísir/vilhelm Þá nefndi Hildur, og vitnaði enn til siðareglnanna, að þar sé nefnt sem dæmi þegar „ráðherra neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla í tengslum við tiltekin embættisverk.“ Hildur sagði siðareglur ráðherra skýrar. Úr siðareglum ráðherra. „Það má velta fyrir sér hvers vegna þær eru settar ef þær eru að engu hafðar. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hún telji að áðurnefnd ummæli hæstvirts félags- og húsnæðismálaráðherra samrýmist siðareglum ráðherra?“ Kristrún sagði að henni þætti þetta góð umræða og mikilvægt væri að þingmenn væru sér meðvitaðir um siðareglurnar. Hún sagðist ekki hafa velt fyrir sér þessum ummælum í þessu samhengi. „Það getur komið upp hiti í persónulegum málum og fólk oft í þeirri stöðu að þurfa að taka á sig gagnrýni í heitum málum,“ sagði Kristrún en sagðist fagna krítískri umræðu í þessu samhengi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira