„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 21:33 Ný Ríkisstjórn kynnir og skrifar undir nýjan stjórnarsáttmála í Hafnarborg, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Inga Sæland Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. Með þessu vísar hún væntanlega til Morgunblaðsins sem greindi frá því á dögunum að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í fjárstyrk til stjórnmálaflokka þrátt fyrir að vera skráður sem félagasamtök í fyrirtækjaskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Ingu einnig væna pillu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. „Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt,“ skrifar Diljá meðal annars. Inga Sæland birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem hún segist vilja senda þeim hjartans þakkir sem staðið hafa vaktina með sér þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega. „Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram. Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna,“ segir Inga. „Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði,“ segir hún. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Með þessu vísar hún væntanlega til Morgunblaðsins sem greindi frá því á dögunum að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir króna í fjárstyrk til stjórnmálaflokka þrátt fyrir að vera skráður sem félagasamtök í fyrirtækjaskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi Ingu einnig væna pillu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. „Það er víst að fjölmargir kjósendur hafi greitt flokknum sitt atkvæði á grundvelli loforðanna. Þó var það svo að það tók Ingu og fylgisveina hennar einungis nokkra daga að svíkja þessi loforð kinnroðalaust eftir kosningar. Hún byrjaði í raun að gefa eftir strax að þeim loknum og svikin voru síðan skjalfest með ríkisstjórnarsáttmálanum. Ég er ekki viss um að kjósendur muni gleyma þessu svo glatt,“ skrifar Diljá meðal annars. Inga Sæland birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem hún segist vilja senda þeim hjartans þakkir sem staðið hafa vaktina með sér þegar þeir sem tapað hafa völdum eyða allri sinni orku í að sverta Flokk fólksins sem mest þeir mega. „Alþingi ekki einu sinni komið saman hvað þá að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hafi komið fram. Hvernig dettur nokkrum manni i hug að tala um svikin loforð án þess að hafa séð verkin sem við ætlum að vinna,“ segir Inga. „Áður höfðum við hátt í stjórnarandstöðu nú erum við komin með stjórnartaumana ásamt okkar frábæru samstarfsflokkum og svo sannarlega mun samfélagið okkar allt fá að njóta þess að þið gáfuð okkur ykkar dýrmætu atkvæði,“ segir hún.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira