Girnist Gasa og vill íbúana burt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 22:04 Donald Trump girnist ýmis landsvæði í heiminum, svo sem Grænland, Panama skurðinn og nú Gasa. EPA-EFE/WILL OLIVER Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. Á blaðamannafundi í opinberri heimsókn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrr í febrúar sagði Trump að flytja ætti alla íbúa Gasa frá landi, helst til Egyptalands eða Jórdaínu. Hann sagði engan vilja búa þar og í staðinn ætti að byggja þar glæsibaðströnd eða svokallaða „riveríu.“ Ef að Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa yrðu allir íbúar Gasa fluttir á brott fyrir fullt og allt. Í staðinn ætlar Trump sér að sjá til þess að mun betra húsnæði stæði þeim til boða annars staðar. „Ég er að tala um að búa til varanlegt heimili fyrir þau,“ sagði Donald Trump. „Ég myndi eiga þetta. Hugsaðu um þetta sem fasteignaþróun fyrir framtíðina. Þetta myndi vera fallegt landsvæði. Engum háum fjárhæðum yrði eytt.“ Samkvæmt umfjöllun Reuters sagði forsetinn í viðtali í dag að hann gæti gert samning við Egypta og Jórdana til að taka á móti rúmlega tveimur milljónum íbúum á Gasa. Bæði löndin, ásamt fleiri nágrannaþjóðum, hafa sagt að þeir hafa ekki tök á því að taka á móti Palestínubúum. Íbúar á Gasa hafa ekki tekið vel í tillögur Bandaríkjaforseta og segjast ekki ætla flytja þaðan. Embættismenn Trumps hafa ítrekað undanfarna daga að reynt að draga til baka orð forsetans um að flytja ætti alla íbúa þar burt fyrir fullt og allt. Trump og embættismenn hans virðast ekki samstíga í yfirlýsingum sínum. Netanjahú var ánægður með tillögu forsetans um að endurbyggja Gasa en sagði þó að Palestínubúarnir mættu búa á svæðinu. Óstöðugleiki er nú á svæðinu þar sem Hamas hefur sakað Ísrael um að brjóta gegn vopnahléinu sem nú er í gildi. Donald Trump Bandaríkin Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Á blaðamannafundi í opinberri heimsókn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrr í febrúar sagði Trump að flytja ætti alla íbúa Gasa frá landi, helst til Egyptalands eða Jórdaínu. Hann sagði engan vilja búa þar og í staðinn ætti að byggja þar glæsibaðströnd eða svokallaða „riveríu.“ Ef að Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa yrðu allir íbúar Gasa fluttir á brott fyrir fullt og allt. Í staðinn ætlar Trump sér að sjá til þess að mun betra húsnæði stæði þeim til boða annars staðar. „Ég er að tala um að búa til varanlegt heimili fyrir þau,“ sagði Donald Trump. „Ég myndi eiga þetta. Hugsaðu um þetta sem fasteignaþróun fyrir framtíðina. Þetta myndi vera fallegt landsvæði. Engum háum fjárhæðum yrði eytt.“ Samkvæmt umfjöllun Reuters sagði forsetinn í viðtali í dag að hann gæti gert samning við Egypta og Jórdana til að taka á móti rúmlega tveimur milljónum íbúum á Gasa. Bæði löndin, ásamt fleiri nágrannaþjóðum, hafa sagt að þeir hafa ekki tök á því að taka á móti Palestínubúum. Íbúar á Gasa hafa ekki tekið vel í tillögur Bandaríkjaforseta og segjast ekki ætla flytja þaðan. Embættismenn Trumps hafa ítrekað undanfarna daga að reynt að draga til baka orð forsetans um að flytja ætti alla íbúa þar burt fyrir fullt og allt. Trump og embættismenn hans virðast ekki samstíga í yfirlýsingum sínum. Netanjahú var ánægður með tillögu forsetans um að endurbyggja Gasa en sagði þó að Palestínubúarnir mættu búa á svæðinu. Óstöðugleiki er nú á svæðinu þar sem Hamas hefur sakað Ísrael um að brjóta gegn vopnahléinu sem nú er í gildi.
Donald Trump Bandaríkin Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira