Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:26 Gular viðvaranir taka gildi í dag og gilda út daginn á miðhálendi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Veðurstofan Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan 10 í Breiðafirði, klukkan 12 á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 14 á Miðhálendi. Viðvörunin verður í gildi þar til snemma á morgun, mánudag. Í viðvörun Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 13 til 20 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Það gæti verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að næstu daga verði á landinu suðlægar áttir sem komi með mildu lofti. Því er spáð vætusömu veðri víða um land en þó lengst af þurrt norðaustanlands. Í dag verður rigning með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu, en slydda eða snjókoma norðvestantil í fyrstu. Þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður, hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig seinnipartinn. Á morgun verður rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Dregur aðeins úr vindi síðdegis, sunnan 8 til 15 metrar á sekúndu annað kvöld, hvassast norðantil. Áfram milt, hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag verður áfram minnkandi vindur og suðlæg átt, fimm til 15 metrar á sekúndu síðdegis. Rigning eða súld öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 7 stig, en kólnar fyrir norðan og austan seinnipartinn. Á vef Vegagerðar kemur fram að víða er snjóþekja og snjókoma og hálkublettir. Verið er að kanna ástand vega á Vestfjörðum. Nánar hér á vef Vegagerðar og nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13. Lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan. Á miðvikudag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 13-18 seinnipartinn. Rigning eða súld með köflum, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðanlands. Á fimmtudag og föstudag: Ákveðin austan- og suðaustanátt. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki norðan- og austantil. Á laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig, en annars þurrt að mestu og hiti í kringum frostmark. Veður Færð á vegum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að næstu daga verði á landinu suðlægar áttir sem komi með mildu lofti. Því er spáð vætusömu veðri víða um land en þó lengst af þurrt norðaustanlands. Í dag verður rigning með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu, en slydda eða snjókoma norðvestantil í fyrstu. Þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi veður, hiti verður á bilinu fjögur til sjö stig seinnipartinn. Á morgun verður rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu á Norðausturlandi. Dregur aðeins úr vindi síðdegis, sunnan 8 til 15 metrar á sekúndu annað kvöld, hvassast norðantil. Áfram milt, hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag verður áfram minnkandi vindur og suðlæg átt, fimm til 15 metrar á sekúndu síðdegis. Rigning eða súld öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 3 til 7 stig, en kólnar fyrir norðan og austan seinnipartinn. Á vef Vegagerðar kemur fram að víða er snjóþekja og snjókoma og hálkublettir. Verið er að kanna ástand vega á Vestfjörðum. Nánar hér á vef Vegagerðar og nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 4 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13. Lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan. Á miðvikudag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 13-18 seinnipartinn. Rigning eða súld með köflum, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðanlands. Á fimmtudag og föstudag: Ákveðin austan- og suðaustanátt. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki norðan- og austantil. Á laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig, en annars þurrt að mestu og hiti í kringum frostmark.
Veður Færð á vegum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Sjá meira