Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 21:58 Víða er flaggað í hálfa stöng í Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra segir árásina verstu fjöldaskotárás í sögu Svíþjóðar. EPA Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag. Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka. Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Sænskir miðlar hafa þetta eftir sendiráðum bæði Bosníu og Hersegóvínu og Sýrlands. Sænsk stjórnvöld halda spilunum þétt að sér í tengslum við upplýsingagjöf um hina látnu í árásinni. Lögregla hefur einungis gefið þær upplýsingar að hinir látnu séu af nokkrum þjóðernum. Frekari upplýsingar fáist ekki að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá bosníska sendiráðinu í Svíþjóð lést einn Bosníumaður í árásinni auk þess sem einn særðist. „Við vottum fjölskyldum hinna látnu okkar innilegustu samúðarkveðjur, þar á meðal sýrlenskum ríkisborgurum og innfæddum,“ hefur BBC eftir sýrlenska sendiráðinu í Svíþjóð. Ekki liggur fyrir hve margir Sýrlendingar særðust eða létust í árásinni en Aftonbladet greinir frá því að hinn 28 ára gamli Salim Iskef frá Sýrlandi sé meðal látinna. Fram kemur að Iskef og fjölskylda hans, hafi flúið stríðið í Sýrlandi árið 2015 og sest að í Svíþjóð. Til stóð að Iskef kvæntist í sumar. Santa Maria Orþódox-kirkjan í Örebro minntist hans á Facebook í gær en hann var meðlimur í trúfélaginu. Hinn 35 ára gamli Rickard Andersson er grunaður um að hafa orðið tíu manns og sjálfum sér að bana í Risbergska-skólanum í Örebro á þriðjudag. Hann fannst látinn með þrjú skotvopn sér við hlið eftir árásina. Stjórnvöld í Svíþjóð sæta gagnrýni vegna þess hve langan tíma hefur tekið að veita upplýsingar um hina látnu látnu. Í umfjöllun Aftonbladet segir að enn sé ekki búið að bera kennsl á alla sem létust. Aðstandendum sé enn óljóst hvort fjölskyldumeðlimir þeirra sem urðu fyrir árásinni séu lífs eða liðnir. Þá hafi reynst erfitt að bera kennsl á einhver lík vegna mikilla áverka.
Skotárás í Örebro Svíþjóð Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16