Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2025 15:14 Skemmdirnar eru verulegar eftir hviðuna sem fór yfir bæinn snemma í gær. Myndir/Hlynur Sveinsson og Jóhann Tryggvason Skemmdir urðu á nokkrum stöðum á Norðfirði þegar hviða fór yfir bæinn sem mældist 54 metrar á sekúndu klukkan 9:14. Rúða brotnaði í dráttarvél á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, sex metra grenitré brotnaði við Mýrargötu auk þess sem gróðurhús fauk á hliðina í nálægð við leikskólann Eyrarvelli. Fyrst var fjallað um málið á vef Austurfrétta. Þar kemur einnig fram að rúður hafi brotnað í bíl við Kjörbúðina, í anddyri Verkmenntaskóla Austurlands og í strætóskýli auk þess sem rúða brotnaði í matsal Nesskóla. Frétt Austurfrétta. Eins og 190 kílómetrar á klukkustund Jóhann Tryggvason, húsvörður Verkmenntaskóla Akureyrar, var á svæðinu þegar rúðan brotnaði. „Þetta er hviða sem kemur á mjög takmörkuðu svæði,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Fólk sem hafi verið í um 200 metra fjarlægð hafi ekki orðið vart við hviðuna. Hann telur að breiddin á svæðinu sem hviðan fór yfir gæti verið um 50 til 70 metrar. Þar séu allar skemmdirnar. „Ofan frá fjalli og niður að sjó. Þetta var mjög staðbundið. En við erum að tala um 54 metra á sekúndu í hviðu. Það eru eins og 190 kílómetrar á klukkustund.“ Grenitréð er 30 ára gamalt. Það brotnaði þegar hviðan fór yfir.Myndir/Hlynur Sveinsson og Jóhann Tryggvason Hlynur Sveinsson veðuráhugamaður varð þess var þegar gróðurhúsið fór á ferð í hviðunni í gær. Hann hljóp út ásamt fleirum til að tryggja að það fyki ekki út í sjó en segir það hafa verið flókið mál. Vindurinn hafi komið úr öllum áttum. „Þetta eru einhverjar skrítnar aðstæður sem myndast hérna í firðinum í þessum suðsuðaustanáttum og vindurinn kemur úr öllum áttum. Þegar gróðurhúsið fauk á hliðina vorum við að reyna að halda við það en þá ætlaði það að fjúka í hina áttina,“ segir Hlynur. Fólk fann víða fyrir hviðunni Hann tekur undir með Jóhanni að hviðan hafi verið staðbundin en samt hafi fólk fundið fyrir henni víða í bænum og í sveitinni. Hviðan hafi mælst á þremur veðurmælum í sveit. „Innst inni í sveit brotnaði rúða í traktor og bóndinn lýsir því þannig að hviðan hafi verið allt öðruvísi en allt annað sem var á ferðinni. Styrkurinn og áttin sem hún kom úr.“ Rúður brotnuðu víða í bænum og í sveitinni.Myndir/Jóhann Tryggvason Þá segir hann afar merkilegt að grenitréð hafi brotnað. Það sé líklega um 30 ára gamalt. Hann segir það heppnina eina að enginn hafi slasast í Nesskóla þegar rúðan brotnaði í matsalnum. „Það er vatnsvél þarna sem krakkarnir nota reglulega til að fylla á vatnsbrúsana. Það er opnanlegt fag á glugganum sem sogast út. Þeir stíga frá krakkarnir við það. Svo kemur glugginn á fullu aftur og rúðan mölbrotnar,“ segir Hlynur. Hlynur fylgist vel með veðrinu í Norðfirði og er með Facebook-hópinn Veðurstofa Norðfjarðar og vefsíðuna vedurhlynsi.com þar sem hann fjallar um veðrið. Svipuð hviða 2022 „Ég mældi svipaða hviðu árið 2022 í svipuðum aðstæðum, sú var 61 metri á sekúndu,“ segir Hlynur. Hann segir fáar hviður hafa farið yfir 35 metra á sekúndu og meðalvindurinn hafi ekki verið nema í kringum 15 til 20 metra á sekúndu. „Þetta eru mjög skrítnar aðstæður.“ Hann segir nokkuð algengt að vindur nái þessum mikla hraða í firðinum. Margar veðurstöðvar mæli mest 35 metra en það þurfi veðurstöðvar sem mæli sterkari vind á firðinum. Hann segir fólk vera með áhyggjur af veðrinu á morgun og hinn. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir landið allt sem taka gildi klukkan 14 á morgun og gilda til miðnættis á fimmtudag. Fjarðabyggð Veður Tengdar fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4. febrúar 2025 13:06 Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4. febrúar 2025 10:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Sjá meira
Þar kemur einnig fram að rúður hafi brotnað í bíl við Kjörbúðina, í anddyri Verkmenntaskóla Austurlands og í strætóskýli auk þess sem rúða brotnaði í matsal Nesskóla. Frétt Austurfrétta. Eins og 190 kílómetrar á klukkustund Jóhann Tryggvason, húsvörður Verkmenntaskóla Akureyrar, var á svæðinu þegar rúðan brotnaði. „Þetta er hviða sem kemur á mjög takmörkuðu svæði,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Fólk sem hafi verið í um 200 metra fjarlægð hafi ekki orðið vart við hviðuna. Hann telur að breiddin á svæðinu sem hviðan fór yfir gæti verið um 50 til 70 metrar. Þar séu allar skemmdirnar. „Ofan frá fjalli og niður að sjó. Þetta var mjög staðbundið. En við erum að tala um 54 metra á sekúndu í hviðu. Það eru eins og 190 kílómetrar á klukkustund.“ Grenitréð er 30 ára gamalt. Það brotnaði þegar hviðan fór yfir.Myndir/Hlynur Sveinsson og Jóhann Tryggvason Hlynur Sveinsson veðuráhugamaður varð þess var þegar gróðurhúsið fór á ferð í hviðunni í gær. Hann hljóp út ásamt fleirum til að tryggja að það fyki ekki út í sjó en segir það hafa verið flókið mál. Vindurinn hafi komið úr öllum áttum. „Þetta eru einhverjar skrítnar aðstæður sem myndast hérna í firðinum í þessum suðsuðaustanáttum og vindurinn kemur úr öllum áttum. Þegar gróðurhúsið fauk á hliðina vorum við að reyna að halda við það en þá ætlaði það að fjúka í hina áttina,“ segir Hlynur. Fólk fann víða fyrir hviðunni Hann tekur undir með Jóhanni að hviðan hafi verið staðbundin en samt hafi fólk fundið fyrir henni víða í bænum og í sveitinni. Hviðan hafi mælst á þremur veðurmælum í sveit. „Innst inni í sveit brotnaði rúða í traktor og bóndinn lýsir því þannig að hviðan hafi verið allt öðruvísi en allt annað sem var á ferðinni. Styrkurinn og áttin sem hún kom úr.“ Rúður brotnuðu víða í bænum og í sveitinni.Myndir/Jóhann Tryggvason Þá segir hann afar merkilegt að grenitréð hafi brotnað. Það sé líklega um 30 ára gamalt. Hann segir það heppnina eina að enginn hafi slasast í Nesskóla þegar rúðan brotnaði í matsalnum. „Það er vatnsvél þarna sem krakkarnir nota reglulega til að fylla á vatnsbrúsana. Það er opnanlegt fag á glugganum sem sogast út. Þeir stíga frá krakkarnir við það. Svo kemur glugginn á fullu aftur og rúðan mölbrotnar,“ segir Hlynur. Hlynur fylgist vel með veðrinu í Norðfirði og er með Facebook-hópinn Veðurstofa Norðfjarðar og vefsíðuna vedurhlynsi.com þar sem hann fjallar um veðrið. Svipuð hviða 2022 „Ég mældi svipaða hviðu árið 2022 í svipuðum aðstæðum, sú var 61 metri á sekúndu,“ segir Hlynur. Hann segir fáar hviður hafa farið yfir 35 metra á sekúndu og meðalvindurinn hafi ekki verið nema í kringum 15 til 20 metra á sekúndu. „Þetta eru mjög skrítnar aðstæður.“ Hann segir nokkuð algengt að vindur nái þessum mikla hraða í firðinum. Margar veðurstöðvar mæli mest 35 metra en það þurfi veðurstöðvar sem mæli sterkari vind á firðinum. Hann segir fólk vera með áhyggjur af veðrinu á morgun og hinn. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir landið allt sem taka gildi klukkan 14 á morgun og gilda til miðnættis á fimmtudag.
Fjarðabyggð Veður Tengdar fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4. febrúar 2025 13:06 Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4. febrúar 2025 10:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Varað við snörpum hviðum Leiðin opnast fyrir lægðir að sækja að landinu Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram sól og hlýtt í veðri Getur víða farið yfir tuttugu stig Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hiti getur farið yfir 20 stig „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Ekkert lát á sumarveðrinu Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Vindur, skúrir og kólnandi veður Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Sjá meira
Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4. febrúar 2025 13:06
Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4. febrúar 2025 10:45