„Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 11:48 Gary Neville er áhyggjufullur um stöðu Manchester United Vísir/Samsett mynd Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki fögrum orðum um stöðuna hjá sínu fyrrverandi félagi. Segir hana verri núna undir þjálfaranum Rúben Amorim heldur en þegar að Erik ten Hag hélt utan um stjórnartaumana. Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon. Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Það var þann 1. nóvember á síðasta ári sem Manchester United greindi frá því að Rúben Amorim hefði verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs félagsins og tók hann við stjórnartaumunum af Hollendingnum Erik ten Hag. Amorim hafði gert afar góða hluti með Sporting Lisbon en komst fljótt að því hversu gríðarstórt verkefnið væri hjá Manchester Untied. Óhætt er að segja að samstarfið hafi ekki farið vel af stað. Amorim stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni þann 24.nóvember en síðan þá er hægt að segja að erfiðlega hafi gengið að snúa skútunni, sem Manchester Untied er, við. Liðið er sem stendur í 13.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. „Ég hélt að þetta yrði betra þegar að Amorim kom inn,“ sagði Neville í hlaðvarpsþætti sínum, the Gary Neville Podcast. „Ég hélt að eldmóðurinn og nýja kerfið myndi fá leikmenn til þess að kaupa þessa hugmynd. Að við myndum sjá viðbragð. Við höfum hins vegar séð algjöra andstæðu þess. Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart.“ Neville telur hlutina eiga eftir að versna fyrir Manchester United til loka tímabilsins áður en þeir skána. „Félagið mun að sjálfsögðu halda tryggð við Amorim en því fleiri leikjum sem þú tapar, þeim mun erfiðara verður það fyrir þig að selja leikmönnum þína hugmyndafræði. Þá sem hann talaði um við upphaf tíma síns hjá Manchester United.“ Leikmenn þurfi að kaupa hugmyndafræði þjálfarans. „En ef þeir tapa svo bara leikjum, halda áfram að vera gagnrýndir, fer kastljósið meira á þá og stuðningsmenn verða óánægðari. Þú getir ekki haldið áfram að tapa leikjum, það mun draga leikmenn niður á þann stað að þeir tapa trú á hugmyndafræðinni. Það mun skemma upphaf næsta tímabils. Amorim verður að bregðast við. Hann getur þó ekki breytt sinni nálgun því hann er tilbúinn að deyja á þeirri hæð. Og það réttilega. Ég held að hann hafi tapað fleiri leikjum fyrstu mánuði sína hjá Manchester Untied heldur en í síðustu 75 leikjum sínum með Sporting Lisbon.
Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira