Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 22:53 Donald Trump á skrifstofu sinni. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin. Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira