Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 09:52 Shishkova og Naumov á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994. Getty/ALLSPORT/Chris Cole Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi. Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi.
Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira