Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2025 06:45 Áhyggjur eru uppi af því hvað gerist ef fjöldi fólks í mikilvægum stöðum ákveður að ganga að tilboðinu, til að mynda vísindamenn og sérfræðingar. Getty/Kent Nishimura Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. Tilboðið var sent starfsmönnum í tölvupósti, þar sem fram kom að gera mætti ráð fyrir verulegum samdrætti hjá flestum alríkisstofnunum og að fjölda yrði sagt upp störfum. Tekið yrði fyrir alla fjarvinnu og að viðbúið væri að einhverjir yrðu fluttir til. Ekki væri hægt að tryggja að nokkur héldi stöðu sinni. Lesa má úr erindinu að tilgangur tilboðsins er tvíþættur; annars vegar að skera niður og hins vegar að tryggja að þeir sem eftir eru séu hliðhollir nýrri stjórn. Þar kemur meðal annars fram að auknar kröfur yrðu gerðar hvað varðar framgöngu starfsmanna, til að tryggja að þeir væru „áreiðanlegir, hliðhollir og traustsins verðir“. Stéttarfélög hafa þegar gagnrýnt afarkostina sem starfsmönnum eru settir í erindinu en það er sagt brjóta gegn fjölda reglna um réttindi opinberra starfsmanna. Þá eru áhyggjur uppi um að ákveðin þjónusta við íbúa landsins gæti farið á hliðina ef margir ákveða að ganga að tilboðinu. Þess ber þó að geta að ákveðnir hópar voru undanskildir og fengu ekki tölvupóst, til að mynda starfsmenn póstsins og landamæraverðir. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Tilboðið var sent starfsmönnum í tölvupósti, þar sem fram kom að gera mætti ráð fyrir verulegum samdrætti hjá flestum alríkisstofnunum og að fjölda yrði sagt upp störfum. Tekið yrði fyrir alla fjarvinnu og að viðbúið væri að einhverjir yrðu fluttir til. Ekki væri hægt að tryggja að nokkur héldi stöðu sinni. Lesa má úr erindinu að tilgangur tilboðsins er tvíþættur; annars vegar að skera niður og hins vegar að tryggja að þeir sem eftir eru séu hliðhollir nýrri stjórn. Þar kemur meðal annars fram að auknar kröfur yrðu gerðar hvað varðar framgöngu starfsmanna, til að tryggja að þeir væru „áreiðanlegir, hliðhollir og traustsins verðir“. Stéttarfélög hafa þegar gagnrýnt afarkostina sem starfsmönnum eru settir í erindinu en það er sagt brjóta gegn fjölda reglna um réttindi opinberra starfsmanna. Þá eru áhyggjur uppi um að ákveðin þjónusta við íbúa landsins gæti farið á hliðina ef margir ákveða að ganga að tilboðinu. Þess ber þó að geta að ákveðnir hópar voru undanskildir og fengu ekki tölvupóst, til að mynda starfsmenn póstsins og landamæraverðir.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira