Einbeittur brotavilji Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 16:37 Stígur Diljan Þórðarson tekur í spaðann á Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi, eftir komuna í vetur. Víkingur Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ. Stígur Diljan Þórðarson, sem kom aftur heim til Víkings í vetur frá ítalska félaginu Triestina, er ekki kominn með félagaskipti og því ekki löglegur með Víkingum á Reykjavíkurmótinu. Þetta er þekkt vandamál hjá þátttökuliðum mótsins en félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 5. febrúar og er þá opinn í tólf vikur. Engu að síður hefur hann nú spilað þrjá leiki með Víkingum á Reykjavíkurmótinu, nú síðast í dag í 3-2 sigri gegn Leikni, samkvæmt Elvari Geir Magnússyni ritstjóra Fótbolta.net. Stígur Diljan kom inn á í dag og þar með var ljóst að Leikni yrði dæmdur sigur.Skjáskot/@elvargeir Það þýðir að Víkingum verður dæmt 3-0 tap í leiknum, rétt eins og í síðasta leik gegn Fjölni. Liðið tapaði 5-2 gegn KR og því voru þau úrslit látin standa þrátt fyrir að Stígur Diljan spilaði. Vegna leikjanna við Fjölni og KR voru Víkingar sektaðir um 60.000 krónur í hvort skipti, og má ætla að þeir verði sektaðir um 60.000 krónur til viðbótar vegna leiksins í dag. Það að láta Stíg Diljan spila á mótinu mun því samtals kosta félagið 180.000 krónur. Stórt tap KR sem spilar til úrslita Í öðrum leikjum dagsins vann ÍR 5-0 stórsigur gegn KR, í A-riðlinum sem Víkingur og Leiknir spila einnig í, en KR hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með úrslitaleik. Í B-riðli gerðu Fram og Þróttur 2-2 jafntefli. Egill Otti Vilhjálmsson og Már Ægisson skoruðu mörk Fram sem missti Fred af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Benóný Haraldsson jafnaði meti í 1-1 á 38. mínútu og Hlynur Þórhallsson jafnaði meti ní 2-2 á 71. mínútu. Þróttur endar því með fjögur stig en Fram eitt. Fylkir og Valur mætast í lokaleik B-riðils í kvöld og getur Fylkir með sigri náð efsta sætinu af Valsmönnum sem annars mæta KR í úrslitaleik mótsins. Víkingur Reykjavík KR ÍR Fram Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Stígur Diljan Þórðarson, sem kom aftur heim til Víkings í vetur frá ítalska félaginu Triestina, er ekki kominn með félagaskipti og því ekki löglegur með Víkingum á Reykjavíkurmótinu. Þetta er þekkt vandamál hjá þátttökuliðum mótsins en félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 5. febrúar og er þá opinn í tólf vikur. Engu að síður hefur hann nú spilað þrjá leiki með Víkingum á Reykjavíkurmótinu, nú síðast í dag í 3-2 sigri gegn Leikni, samkvæmt Elvari Geir Magnússyni ritstjóra Fótbolta.net. Stígur Diljan kom inn á í dag og þar með var ljóst að Leikni yrði dæmdur sigur.Skjáskot/@elvargeir Það þýðir að Víkingum verður dæmt 3-0 tap í leiknum, rétt eins og í síðasta leik gegn Fjölni. Liðið tapaði 5-2 gegn KR og því voru þau úrslit látin standa þrátt fyrir að Stígur Diljan spilaði. Vegna leikjanna við Fjölni og KR voru Víkingar sektaðir um 60.000 krónur í hvort skipti, og má ætla að þeir verði sektaðir um 60.000 krónur til viðbótar vegna leiksins í dag. Það að láta Stíg Diljan spila á mótinu mun því samtals kosta félagið 180.000 krónur. Stórt tap KR sem spilar til úrslita Í öðrum leikjum dagsins vann ÍR 5-0 stórsigur gegn KR, í A-riðlinum sem Víkingur og Leiknir spila einnig í, en KR hafði þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með úrslitaleik. Í B-riðli gerðu Fram og Þróttur 2-2 jafntefli. Egill Otti Vilhjálmsson og Már Ægisson skoruðu mörk Fram sem missti Fred af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Benóný Haraldsson jafnaði meti í 1-1 á 38. mínútu og Hlynur Þórhallsson jafnaði meti ní 2-2 á 71. mínútu. Þróttur endar því með fjögur stig en Fram eitt. Fylkir og Valur mætast í lokaleik B-riðils í kvöld og getur Fylkir með sigri náð efsta sætinu af Valsmönnum sem annars mæta KR í úrslitaleik mótsins.
Víkingur Reykjavík KR ÍR Fram Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. 15. janúar 2025 16:59