Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 00:03 Hún komst naumlega lífs af undan hrottalegum árásum Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova. Keshet 12/Ortal Dahan Ziv Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að hafa borið sigur úr bítum í forkeppninni þar í landi. Hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023. Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira