Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. janúar 2025 22:00 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haraldi Þóri Jónssyni og Eggert Val Guðmundssyni, oddvitum sveitarfélaganna tveggja þar sem áætlað er að Hvammsvirkjun muni rísa. Í tilkynningunni er gert grein fyrir því að samhliða framkvæmdarleyfi sem sveitarfélögin veittu til byggingar Hvammsvirkjunnar í október 2024 séu einnig ítarleg skilyrði fyrir framkvæmdinni. Þessi skilyrði eru tugi talsins og þarf að uppfylla þau til þess að heimild sé veitt til að hefja framkvæmdir. Mikil undirbúningsvinna þarf að eiga sér stað á svæðinu. Því séu engar framkvæmdir fyrirhugaðar á þessu ári í árfarvegi Þjórsár og hafi engar framkvæmdir áhrif á vatnshlot ánnar. „Í ljósi þess að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á árinu 2025 í árfarvegi Þjórsár er nægur tími fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að leggja fram boðaðar breytingar á lögum um vatnamál á komandi þingi og Alþingi að tryggja það að heimilt sé að byggja virkjanir sem eru samþykktar í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ stendur í tilkynningunni. Að mati oddvitana eru engar forsendur fyrir því að hægja á eða seinka fyrrnefndum undirbúningsaðgerðum sem komnar séu af stað. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði fyrr í kvöld að það væri á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haraldi Þóri Jónssyni og Eggert Val Guðmundssyni, oddvitum sveitarfélaganna tveggja þar sem áætlað er að Hvammsvirkjun muni rísa. Í tilkynningunni er gert grein fyrir því að samhliða framkvæmdarleyfi sem sveitarfélögin veittu til byggingar Hvammsvirkjunnar í október 2024 séu einnig ítarleg skilyrði fyrir framkvæmdinni. Þessi skilyrði eru tugi talsins og þarf að uppfylla þau til þess að heimild sé veitt til að hefja framkvæmdir. Mikil undirbúningsvinna þarf að eiga sér stað á svæðinu. Því séu engar framkvæmdir fyrirhugaðar á þessu ári í árfarvegi Þjórsár og hafi engar framkvæmdir áhrif á vatnshlot ánnar. „Í ljósi þess að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á árinu 2025 í árfarvegi Þjórsár er nægur tími fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að leggja fram boðaðar breytingar á lögum um vatnamál á komandi þingi og Alþingi að tryggja það að heimilt sé að byggja virkjanir sem eru samþykktar í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ stendur í tilkynningunni. Að mati oddvitana eru engar forsendur fyrir því að hægja á eða seinka fyrrnefndum undirbúningsaðgerðum sem komnar séu af stað. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði fyrr í kvöld að það væri á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar.
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira