Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 21:33 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Vísir Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“ Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira