Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson hafnar gagnrýni á að hann hafi ekki undirbúið nægilega virkjanarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Mikil vinna hafi þegar farið fram. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur stjórnvöld bera sína ábyrgð á að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt í héraðsdómi. Vísir Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Landsvirkjun tekur fram í tilkynningu vegna málsins að hafi verið ætlun löggjafans að lög skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum og stærri framkvæmdum, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma sem lögin um slíkt voru sett. Hvergi sjást merki þess að löggjafinn hafi ætlað umbylta málum með þeim hætti. Stjórnvöld beri þó mikla ábyrgð í málinu Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að óskað hafi verið eftir að áfrýja dómi héraðsdóms um Hvammsvirkjun frekar til Hæstaréttar en Landsréttar til að flýta fyrir niðurstöðu í málinu. „Ef Hæstiréttur tekur málið fyrir næst endanlega niðurstaða. Ef það færi fyrir Landsrétt gæti það haldið áfram. Það er niðurstaða lögfræðinga okkar að það gæti gengið hraðar fyrir sig ef Hæstiréttur samþykkir að taka málið til umfjöllunar,“ segir Hörður. Hörður telur að stjórnvöld beri sína ábyrgð á töfum vegna Hvammsvirkjunar. „Ég tel stjórnvöld bera þó mikla ábyrgð í málinu. Við sjáum það er búið að senda okkur tvisvar til baka með virkjunarleyfið út af göllum í málsmeðferð stjórnvalda sem er mjög óheppilegt. Við erum búin að vanda mjög til verka varðandi þessar framkvæmdir,“ segir Hörður. Vill sérlög um Hvammsvirkjun Fram hefur komið að stjórnvöld íhugi að setja sérlög um Hvammsvirkjun og gera heildarendurskoðun á vatnalögum. „Ég held að það sé mikilvægt að gera heildarendurskoðun á vatnalögum. Það eru ákveðnir ágallar sem eru að gera túlkunina flóknari. Síðan ættu stjórnvöld að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun,“ segir Hörður. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. „Mesta tjónið er fyrir samfélagið því það er mikil þörf fyrir þessa orku. Þetta mun hafa áhrif á hagvöxt, fyrir orkuskipti og neikvæð áhrif fyrir margt í samfélaginu,“ segir Hörður. Fyrrum ráðherra hafnar gagnrýni Fram hefur komið gagnrýni á að stjórnvöld hafi ekki brugðist við tveimur minnisblöðum Umhverfisstofnunar og minnisblaði sérfræðings þar sem bent var á mikilvægi þess að breyta 18. grein vatnalaga sem snúa að því atriði sem varð til þess að héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis- og orku- og loftslagsráðherra segir að ábendingarnar hafi ekki verið metnar veigamiklar í undirbúningnum og er undrandi yfir dómi héraðsdóms í málinu. Þrjú minnisblöð bárust til umhverfisráðuneytisins á árunum 2019-2024 þar sem bent var á mikilvægi lagabreytinga vegna virkjanaframkvæmda.Vísir „Því var aldrei flaggað að það væri hægt að túlka vilja löggjafans á innleiðingarfrumvarpi 2011 að það væri ekki hægt að fara lengur í vatnsafls, brúargerð og jarðvarmavirkjanir á Íslandi,“ segir Guðlaugur. Mikill undirbúningur hafi almennt farið fram varðandi virkjanarframkvæmdir. „ Við höfum verið að vinna á fullu í þessu allt kjörtímabilið sem hefur farið í að einfalda ferla. Við höfum sameinað stofnanir og klárað rammaáætlun. Á þingmálaskrá eru mál sem miða nákvæmlega að þessu. Ég skildi sérstaklega eftir hjá eftirmanni mínum þessa vinnu og hvatti hann til dáða. Það er til dæmis einföldunarfrumvarp nú þegar fyrir hendi í Samráðsgátt stjórnvalda og afhúðunarfrumvarp,“ segir hann. Guðlaugur ætlar að styðja aðgerðir núverandi ríkisstjórnar til að hraða fyrir Hvammsvirkjun. „Við munum styðja ríkisstjórnina sama í hvaða formi hún mun gera það. Því það er búið að leggja gríðarmikla vinnu í að koma þessum virkjunum á koppinn,“ segir Guðlaugur. Orkumál Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Landsvirkjun tekur fram í tilkynningu vegna málsins að hafi verið ætlun löggjafans að lög skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum og stærri framkvæmdum, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma sem lögin um slíkt voru sett. Hvergi sjást merki þess að löggjafinn hafi ætlað umbylta málum með þeim hætti. Stjórnvöld beri þó mikla ábyrgð í málinu Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að óskað hafi verið eftir að áfrýja dómi héraðsdóms um Hvammsvirkjun frekar til Hæstaréttar en Landsréttar til að flýta fyrir niðurstöðu í málinu. „Ef Hæstiréttur tekur málið fyrir næst endanlega niðurstaða. Ef það færi fyrir Landsrétt gæti það haldið áfram. Það er niðurstaða lögfræðinga okkar að það gæti gengið hraðar fyrir sig ef Hæstiréttur samþykkir að taka málið til umfjöllunar,“ segir Hörður. Hörður telur að stjórnvöld beri sína ábyrgð á töfum vegna Hvammsvirkjunar. „Ég tel stjórnvöld bera þó mikla ábyrgð í málinu. Við sjáum það er búið að senda okkur tvisvar til baka með virkjunarleyfið út af göllum í málsmeðferð stjórnvalda sem er mjög óheppilegt. Við erum búin að vanda mjög til verka varðandi þessar framkvæmdir,“ segir Hörður. Vill sérlög um Hvammsvirkjun Fram hefur komið að stjórnvöld íhugi að setja sérlög um Hvammsvirkjun og gera heildarendurskoðun á vatnalögum. „Ég held að það sé mikilvægt að gera heildarendurskoðun á vatnalögum. Það eru ákveðnir ágallar sem eru að gera túlkunina flóknari. Síðan ættu stjórnvöld að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun,“ segir Hörður. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. „Mesta tjónið er fyrir samfélagið því það er mikil þörf fyrir þessa orku. Þetta mun hafa áhrif á hagvöxt, fyrir orkuskipti og neikvæð áhrif fyrir margt í samfélaginu,“ segir Hörður. Fyrrum ráðherra hafnar gagnrýni Fram hefur komið gagnrýni á að stjórnvöld hafi ekki brugðist við tveimur minnisblöðum Umhverfisstofnunar og minnisblaði sérfræðings þar sem bent var á mikilvægi þess að breyta 18. grein vatnalaga sem snúa að því atriði sem varð til þess að héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis- og orku- og loftslagsráðherra segir að ábendingarnar hafi ekki verið metnar veigamiklar í undirbúningnum og er undrandi yfir dómi héraðsdóms í málinu. Þrjú minnisblöð bárust til umhverfisráðuneytisins á árunum 2019-2024 þar sem bent var á mikilvægi lagabreytinga vegna virkjanaframkvæmda.Vísir „Því var aldrei flaggað að það væri hægt að túlka vilja löggjafans á innleiðingarfrumvarpi 2011 að það væri ekki hægt að fara lengur í vatnsafls, brúargerð og jarðvarmavirkjanir á Íslandi,“ segir Guðlaugur. Mikill undirbúningur hafi almennt farið fram varðandi virkjanarframkvæmdir. „ Við höfum verið að vinna á fullu í þessu allt kjörtímabilið sem hefur farið í að einfalda ferla. Við höfum sameinað stofnanir og klárað rammaáætlun. Á þingmálaskrá eru mál sem miða nákvæmlega að þessu. Ég skildi sérstaklega eftir hjá eftirmanni mínum þessa vinnu og hvatti hann til dáða. Það er til dæmis einföldunarfrumvarp nú þegar fyrir hendi í Samráðsgátt stjórnvalda og afhúðunarfrumvarp,“ segir hann. Guðlaugur ætlar að styðja aðgerðir núverandi ríkisstjórnar til að hraða fyrir Hvammsvirkjun. „Við munum styðja ríkisstjórnina sama í hvaða formi hún mun gera það. Því það er búið að leggja gríðarmikla vinnu í að koma þessum virkjunum á koppinn,“ segir Guðlaugur.
Orkumál Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18