Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 21:26 Blinken er utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Biden. Marco Rubio tekur við ráðuneyti hans þegar Donald Trump tekur við á mánudaginn. Vísir/EPA Vopnahléið á Gasa mun hefjast á sunnudag þótt svo að viðsemjendur þurfi að hnýta í lausa enda á síðustu stundu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að samkomulagði stæðist og tæki gildi á sunnudag. Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Sjá meira
Greint var frá því síðdegis í gær að Hamas og Ísrael hefðu komist að samkomulagi um vopnahlé og frelsun gísla sem hafa verið í haldi á Gasa og í Ísrael. Í dag var svo greint frá því að fundi hjá ríkisstjórn Ísraels hefði verið frestað vegna deilna um fangaskipti. Ísraelar héldu á samt tíma árásum sínum áfram á Gasa og samkvæmt palestínskum yfirvöldum létust um 80 í loftárásum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 50 skotmörk. Í frétt Reuters um málið er haft eftir Izzat el-Reshiq sem er hátt settur innan Hamas að samtökin séu skuldbundin við samkomulagið. Blinken sagði á blaðamannafundi síðdegis í dag að það kæmi ekkert á óvart, eftir langar og erfiðar viðræður, að það þurfi að hnýta í lausa enda. Í frétt Reuters er svo haft eftir nafnlausum embættismanni að eina deiluatriðið snerist um fangaskipti. Sáttasemjarar á vegum Joe Biden og Donald Trump eru í Doha í Katar ásamt sáttasemjurum frá Katar og Egyptalandi að vinna að því að leysa vandamálið. Þriggja fasa samkomulag Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Samkomulagið á að greiða fyrir það að hjálparsamtök geti komið hjálpargögnum inn á Gasasvæðið en afar erfitt hefur verið að koma hjálpargögnum á svæðið. Í frétt Reuters segir að þegar sé bílaröð við landamæri Egyptalands og Gasa og aðeins beðið eftir heimild til að aka þeim inn á svæðið. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt það. Einhver mótstaða er innan ríkisstjórnarinnar og hefur öryggismálaráðherra Ísrael, Itamar Ben-Gvir, hótað að segja af sér verði samkomulagið samþykkt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Egyptaland Katar Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Sjá meira