Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:56 Mette segist búast við því að ræða við Trump eftir að hann verði kjörinn forseti. EPA Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Þó að það sem fór fram á fundinum eigi að vera trúnaðarmál veittu einhverjir stjórnmálamannanna viðtöl að honum loknum, þar á meðal leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. „Þú getur tekið Donald Trump alvarlega án þess að trúa honum bókstaflega,“ hefur Berlingske Tidende eftir Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur. Formenn dönsku stjórnarflokkanna: Troels Lund Poulsen, Mette Frederiksen, Lars Løkke Rasmussen.EPA Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna undir komandi stjórn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta. Sérstaklega eftir Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna, en líka vegna ummæla Trumps um að hann útiloki ekki að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Mette var spurð hvað henni þætti um þessi ummæli Trumps. „Ég hef enga ástæðu til að trúa því að það séu kringumstæðurnar sem bíði okkar,“ sagði hún. Að sögn Lars Løkke bíða dönsk stjórnvöld nú eftir því að Trump taki embætti. Þá muni þau opna á samtal við hann um málið Samkvæmt Berlingske hafa hvorki Mette né Lars Løkke átt í sambandi við Trump undanfarið, og heldur ekki Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur. „Það er náið samstarf milli Bandaríkjanna og Danmerkur,“ er haft eftir Mette. „Við höfum óskað eftir því að ræða um þetta, og ég geri ráð fyrir því að samtalið muni eiga sér stað. En ég býst ekki við því að það verði fyrr en eftir 20. janúar,“ sagði hún einnig, en þá verður Trump forseti Bandaríkjanna á ný.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira