Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 15:50 Slökkviliðsmaður að störfum í Palisades. AP/Ethan Swope Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Gróðureldar af þessu tagi þykja sjaldgæfir í Kaliforníu í janúar og er þetta talið í þriðja sinn sem eldar af þessari stærðargráðu kvikna á þessu tímabili. Þegar mest hefur verið hafa vindhviður á svæðinu náð í 44 metra á sekúndu, samkvæmt fréttum LA Times og hefur það leitt til þess að eldarnir hafa stækkað mjög. Að minnsta kosti tveir eru látnir. Mörg hús eru sögð hafa orðið eldunum að bráð og hafa tugir þúsunda þurft að flýja heimili sín og margir fótgangandi. Skólum hefur verið lokað og AP fréttaveitan segir rúmlega 180 þúsund manns án rafmagns vegna eldanna. Einn eldurinn er sagður fara hratt um hverfi sem kallast Palisades en hljómsveitin Beach Boys gerði það frægt á árum áður. Þaðan hafa frægt fólk eins og Mark Hammill, Mandy Moore og James Woods þurft að flýja heimili sín. This is what’s left of the Pacific Palisades. The mall survived. Most everything else is gone. Homes, apartment complexes… businesses. pic.twitter.com/Vfz721V48J— Jonathan Vigliotti 🐋 (@JonVigliotti) January 8, 2025 Samkvæmt gögnum frá CalFire, heldur utan um skógarelda í Kaliforníu, eru eldarnir fjórir stjórnlausir. Yfirleitt má sjá gögn um það hve stórum hluta eldanna slökkviliðsmenn hafa náð tökum á en að svo stöddu eru þetta hlutfall núll prósent þegar kemur að öllum eldunum. Eftir að fréttin var birt var tölfræðinni varðandi fimmta eldinn breytt. Slökkviliðsmenn áttu að hafa náð fullum tökum á honum en þeir eru nú sagðir hafa misst stjórn á honum. Á vef CalFire má einnig sjá kort af eldunum. Kort af eldunum í Los Angeles.CalFire Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Eldtímabilið svokallaða í Kaliforínu hefur orðið sífellt lengra á undanförnum árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira