Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2025 06:54 Nær allir íbúar Gasa eru nú á vergangi, eftir margra mánaða árásir sem hafa valdið gríðarlegu tjóni. Getty/Anadolu/Moiz Salhi Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Viðræður hófust á ný í Katar á sunnudag en fregnir hafa borist af því að Hamas hafi látið samningamönnum í té lista yfir 34 gísla sem samtökin gætu hugsað sér að láta lausa í fyrsta fasa fangaskipta. Samkvæmt forsætisráðuneyti Benjamin Netanyahu er um að ræða sama lista og Hamas lögðu fram síðasta sumar. Hamas liðar segja um að ræða börn, konur, eldra fólk og særða en Ísraelsmenn hafa bent á að ekki hafi verið staðfest að allir á listanum séu í raun á lífi. Af þeim tæplega hundrað sem enn eru í haldi eftir árásir Hamasliða á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 áætla yfirvöld í Ísrael að um það bil þriðjungur sé látinn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við AFP að samtökin þyrftu að fá að minnsta kosti viku „frið“ á Gasa til að ná saman upplýsingum um nákvæmlega staðsetningu gíslanna og eiga samskipti við fangara þeirra um ástand þeirra. Þrátt fyrir að viðræður þyki ganga betur nú en oft áður héldu Ísraelar árásum sínum áfram um helgina og segja yfirvöld á Gasa um hundrað hafa látist um helgina. Ástandið á svæðinu versnar enn vegna kulda og flóða en sjö ungabörn eru sögð hafa látist sökum ofkælingar á síðustu vikum. Ísraelska dagblaðið Haaretz greini frá því í gær að yfirvöld væru bjartsýn á að samkomulag gæti náðst um vopnahlé á næstu dögum en þess ber að geta að aðilar hafa nokkrum sinnum sagt ljós við enda ganganna án þess að úr rættist.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira