Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 12:00 Alla jafna ríkir mikil tilhlökkun meðal barna í 7. bekk eftir því að komast í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Vísir/Vilhelm Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“ Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“
Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira