Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2025 12:00 Alla jafna ríkir mikil tilhlökkun meðal barna í 7. bekk eftir því að komast í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Vísir/Vilhelm Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“ Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Auður Huld Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Breiðagerðisskóla, segir að nú taki við bið eftir því að veðrinu sloti. Vindhviður á Kjalarnesi hafi mælst allt að 32 metrar á sekúndu. „Við vonum að við getum farið annað hvort í dag eða á morgun. Að hægt verði að fara í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Auður. Ljóst má vera að mörg barnanna hafi verið full tilhlökkunar fyrir ferðinni, sem fyrir mörgum börnum er hápunktur skólaársins í 7. bekk. Í skólabúðunum koma árgangar úr mismunandi skólum saman og verja þar fjórum dögum. „Við ráðum víst ekki veðrinu og það eru margir svekktir, en svona er þetta.“ Mamma og pabbi bíða við símann Þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að snúa við rútunni sem fara átti með börnin og kennara þeirra norður í Hrútafjörð. „Við tökum engar áhættur með svona dýrmætan farm.“ Börnin hafi verið send heim, eftir að hafa skilið farangur sinn eftir í skólanum. „Nú bíða mamma og pabbi bara við símann eftir frekari fregnum,“ segir Auður. Jafnaldrar að norðan mættir á svæðið Ferð barnanna styttist um það sem nemur frestun á brottförinni, en Auður segir lítið við því að gera annað en að skemmta sér þeim mun meira þegar á Reyki verður komið, áður en haldið verður heim á fimmtudag. Á meðan bíði börn úr öðrum skólum þess að hitta jafnaldra sína úr Fossvoginum. „Það eru aðrir skólar sem eru komnir, af því að þeir koma að norðan,“ segir Auður. „Því miður getum við ekkert að veðrinu gert, þó við vildum svo sannarlega fara.“
Húnaþing vestra Grunnskólar Reykjavík Ferðalög Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira