Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:16 Washington Post er í eigu Jeff Bezos. Skopmynd sem sýndi hann bugta sig og beygja fyrir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, átti ekki upp á pallborðið hjá ritstjórninni. Andrew Harnik/Getty Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira