Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 15:22 Hringir Satúrnusar eru eitt tilkomumesta fyrirbærið í sólkerfinu okkar. Myndina tók Cassini-geimfarið árið 2009. Skugginn sem sést er af tunglinu Títani. NASA/JPL/Space Science Institute. Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri. Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri.
Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32