Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 15:22 Hringir Satúrnusar eru eitt tilkomumesta fyrirbærið í sólkerfinu okkar. Myndina tók Cassini-geimfarið árið 2009. Skugginn sem sést er af tunglinu Títani. NASA/JPL/Space Science Institute. Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri. Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri.
Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32