Fréttamiðillinn ABC greinir frá því.
Bílnum var ekið á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon-stræti í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon-strætis og Canal-strætis um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma.
Maðurinn keyrði ekki aðeins niður fólk heldur skaut hann einnig úr byssu út úr bílnum. Að minnsta kosti tveir lögregluþjónar voru skotnir og særðir samkvæmt lögregluyfirvöldum.
LaToya Cantrell, bæjarstjóri New Orleans, lýsti atvikinu sem hryðjaverkaárás en alríkislögregla Bandaríkjanna hefur beðið með að nota það hugtak. Anne Kirkpatrick, lögregluforingi í New Orleans, segir ökumanninn hafa reynt að drepa eins marga og mögulegt er.
Joe Biden hefur verið í sambandi við Cantrell til að veita bæjarstjóranum stuðning segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. „Alríkislögreglan er þegar á vettvangi til að styðja við lögregluna í rannsókn málsins og verður haldið upplýstum áfram út daginn,“ segir einnig í yfirlýsingunni.