Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2025 22:11 Ingibjörg Gísladóttir, starfsmaður flugvallarins í Narsarsuaq. KMU Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 lentum við á Narsarsuaq-flugvelli, sem Bandaríkjaher gerði á árum síðari heimsstyrjaldar meðal annars til að hafa millilendingarstað fyrir herflugvélar á leið milli Ameríku og Íslands. En núna er fyrirhugað að honum verði lokað í apríl 2026 þegar nýr flugvöllur fyrir Suður-Grænland verður opnaður við bæinn Qaqortoq. „Þá verður þessum flugvelli lokað sem flugvelli og honum breytt í þyrluvöll,“ segir Ingibjörg Gísladóttir, starfsmaður á skrifstofu Narsarsuaq-flugvallar. Ingibjörg aðstoðar flugstjóra Mýflugs, Hallgrím Leifsson, við öflun veðurupplýsinga og gerð flugáætlunar til Íslands.KMU Ingibjörg annast meðal annars þjónustu við flugmenn á leið um völlinn. Þegar við vorum á staðnum var hún að aðstoða Hallgrím Leifsson, flugstjóra hjá Mýflugi, við undirbúning flugs til Íslands. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur ætíð verið sérstaklega kær íslenskum flugmönnum enda er hann í hjarta hinnar fornu norrænu byggðar sem Eiríkur rauði stofnaði árið 985. Bær Eiríks, Brattahlíð, er raunar talinn hafa staðið beint á móti flugvellinum hinum megin við fjörðinn. Flugbrautin í Narsarsuaq er 1.830 metra löng. Hægra megin má sjá þorpið þar sem um 150 manns búa. Fyrir innan flugvöllinn er skógi vaxinn Blómadalurinn.KMU Narsarsuaq er gjarnan síðasti viðkomustaður ferjuflugmanna og smærri flugvéla á leið frá Ameríku til Íslands. Flugvöllurinn tengist einnig flugsögu Íslendinga en margskyns verkefni á Grænlandi, oft með Narsarsuaq sem miðstöð, höfðu mikla þýðingu fyrir íslensku flugfélögin í árdaga flugsins. „Það verður mikill söknuður að þessum flugvelli, það er alveg rétt,“ segir Ingibjörg. Og ekki síst fyrir Íslendinga vegna tengsla flugvallarins við bæði landnámssögu Eiríks rauða og sögu íslensku flugfélaganna. Tvær DC 6B-flugvélar Flugfélags Íslands í Narsarsuaq árið 1968. Birkikjarr vex í hlíðunum ofan flugvallarins.Snorri Snorrason „Og ég held að mögulega fyrsta flug frá Íslandi til Grænlands hafi verið hingað, þá sennilegast í samvinnu við SAS á sínum tíma. Þannig að þetta er löng saga sem er hingað,“ segir Ingibjörg en þetta fyrsta flug íslensks flugfélags vegna verkefnis á Grænlandi gæti hafa verið árið 1949, eða fyrir 75 árum. Ingibjörg hefur starfað samfellt á Grænlandi frá árinu 2010 en tengsl hennar við land og þjóð ná þó mun lengra aftur í tímann. Um 150 manns búa í þorpinu við Narsarsuaq-flugvöll. En hvað verður um samfélagið þar þegar rekstri flugvallarins verður hætt? Flugvél Mýflugs af gerðinni Beechcraft King Air 250 við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Þorpið er hér eingöngu af því að það er flugvöllur. Þannig að sennilegast verður ekki mikið eftir, allavega ekki með heilsársbúsetu. En það getur verið að það verði einhverjir þrír fjórir hérna eftir með heilsársbúsetu. Annars verður bara eitthvað í gangi hérna á sumrin fyrir ferðamenn.“ -En hvað um þig? Hvað gerir þú? „Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör. Ég bara veit það ekki, eins og er,“ svarar Ingibjörg Gísladóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svæðið í kringum Narsarsuaq-flugvöll er skógi vaxið og eitt hið gróskumesta á Grænlandi, sem sjá má í þessari frétt frá árinu 2016: Margir Íslendingar hafa í gegnum tíðina tengst svæðinu, eins og þessi ungmenni, sem fengu þar sumarvinnu: Efasemdir eru um að Brattahlíð Eiríks rauða sé rétt staðsett, sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Flugþjóðin Icelandair Landnemarnir Seinni heimsstyrjöldin Danmörk Tengdar fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 lentum við á Narsarsuaq-flugvelli, sem Bandaríkjaher gerði á árum síðari heimsstyrjaldar meðal annars til að hafa millilendingarstað fyrir herflugvélar á leið milli Ameríku og Íslands. En núna er fyrirhugað að honum verði lokað í apríl 2026 þegar nýr flugvöllur fyrir Suður-Grænland verður opnaður við bæinn Qaqortoq. „Þá verður þessum flugvelli lokað sem flugvelli og honum breytt í þyrluvöll,“ segir Ingibjörg Gísladóttir, starfsmaður á skrifstofu Narsarsuaq-flugvallar. Ingibjörg aðstoðar flugstjóra Mýflugs, Hallgrím Leifsson, við öflun veðurupplýsinga og gerð flugáætlunar til Íslands.KMU Ingibjörg annast meðal annars þjónustu við flugmenn á leið um völlinn. Þegar við vorum á staðnum var hún að aðstoða Hallgrím Leifsson, flugstjóra hjá Mýflugi, við undirbúning flugs til Íslands. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur ætíð verið sérstaklega kær íslenskum flugmönnum enda er hann í hjarta hinnar fornu norrænu byggðar sem Eiríkur rauði stofnaði árið 985. Bær Eiríks, Brattahlíð, er raunar talinn hafa staðið beint á móti flugvellinum hinum megin við fjörðinn. Flugbrautin í Narsarsuaq er 1.830 metra löng. Hægra megin má sjá þorpið þar sem um 150 manns búa. Fyrir innan flugvöllinn er skógi vaxinn Blómadalurinn.KMU Narsarsuaq er gjarnan síðasti viðkomustaður ferjuflugmanna og smærri flugvéla á leið frá Ameríku til Íslands. Flugvöllurinn tengist einnig flugsögu Íslendinga en margskyns verkefni á Grænlandi, oft með Narsarsuaq sem miðstöð, höfðu mikla þýðingu fyrir íslensku flugfélögin í árdaga flugsins. „Það verður mikill söknuður að þessum flugvelli, það er alveg rétt,“ segir Ingibjörg. Og ekki síst fyrir Íslendinga vegna tengsla flugvallarins við bæði landnámssögu Eiríks rauða og sögu íslensku flugfélaganna. Tvær DC 6B-flugvélar Flugfélags Íslands í Narsarsuaq árið 1968. Birkikjarr vex í hlíðunum ofan flugvallarins.Snorri Snorrason „Og ég held að mögulega fyrsta flug frá Íslandi til Grænlands hafi verið hingað, þá sennilegast í samvinnu við SAS á sínum tíma. Þannig að þetta er löng saga sem er hingað,“ segir Ingibjörg en þetta fyrsta flug íslensks flugfélags vegna verkefnis á Grænlandi gæti hafa verið árið 1949, eða fyrir 75 árum. Ingibjörg hefur starfað samfellt á Grænlandi frá árinu 2010 en tengsl hennar við land og þjóð ná þó mun lengra aftur í tímann. Um 150 manns búa í þorpinu við Narsarsuaq-flugvöll. En hvað verður um samfélagið þar þegar rekstri flugvallarins verður hætt? Flugvél Mýflugs af gerðinni Beechcraft King Air 250 við flugstöðina í Narsarsuaq.KMU „Þorpið er hér eingöngu af því að það er flugvöllur. Þannig að sennilegast verður ekki mikið eftir, allavega ekki með heilsársbúsetu. En það getur verið að það verði einhverjir þrír fjórir hérna eftir með heilsársbúsetu. Annars verður bara eitthvað í gangi hérna á sumrin fyrir ferðamenn.“ -En hvað um þig? Hvað gerir þú? „Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör. Ég bara veit það ekki, eins og er,“ svarar Ingibjörg Gísladóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svæðið í kringum Narsarsuaq-flugvöll er skógi vaxið og eitt hið gróskumesta á Grænlandi, sem sjá má í þessari frétt frá árinu 2016: Margir Íslendingar hafa í gegnum tíðina tengst svæðinu, eins og þessi ungmenni, sem fengu þar sumarvinnu: Efasemdir eru um að Brattahlíð Eiríks rauða sé rétt staðsett, sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Flugþjóðin Icelandair Landnemarnir Seinni heimsstyrjöldin Danmörk Tengdar fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. 22. desember 2024 22:21
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent