Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins. AP/Ahn Young-joon Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá. Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira