Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 14:12 Bukayo Saka er ákaflega vonsvikinn eftir að hafa meiðst um helgina. Getty/David Price Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla. Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira