Færeyingar fagna tvennum göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2024 06:46 Samgönguráðherra Færeyja, Dennis Holm, sagði í vígsluræðunni að góðar samgöngur væru jafnréttismál. Landsverk Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. Göngunum er ætlað treysta samgöngur milli Klakksvíkur, næst stærsta bæjar Færeyja, og annarra byggða á Borðey; Árnafjarðar, Norðdepils og Hvannasunds, sem og Viðeyjar og Viðareiðis. Þau leysa af tvenn eldri göng frá árunum 1965 og 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Þau eru það þröng að stórir flutningabílar geta ekki notað þau, sem takmarkað hefur meðal annars fiskflutninga. Mannfjöldi mætti til að fagna opnun jarðganganna.Landsverk Samgöngu- og sjávarútvegsráðherra Færeyja, Dennis Holm, sem klippti á borðann, lagði áherslu á það í vígsluávarpi sínu að góðar samgöngur innan Færeyja væru jafnréttismál. „Landsstjórnin vinnur að því markmiði að Færeyjar verði bundnar saman þannig að við getum búið, starfað og ferðast um eyjarnar á jafnréttisgrundvelli,“ sagði Dennis Holm. Almenningi var fyrst boðið að ganga, hlaupa og hjóla í gegnum göngin áður en opnað var fyrir bílaumferð.Landsverk „Það leikur enginn vafi á því að gömlu göngin norðan við Fjall hafa verið mikil hindrun í okkar nútímasamfélagi, þar sem góð tengsl milli þorpa, bæja, eyja og einnig landa eru þýðingarmikill þáttur í velferðarríki. Hornaflokkur lék við vígsluathöfnina.Landsverk Það er mikilvægt í daglegu lífi okkar að geta á auðveldan, fljótlegan og öruggan hátt ferðast til vinnu, í skóla, á íþrótta- og menningarviðburði, sótt opinbera þjónustu og ekki síst til að heimsækja fjölskyldu og vini,“ sagði samgönguráðherrann ennfremur. Færeyingar hófu gerð ganganna í febrúar 2021 en Stöð 2 sýndi þá frá byrjun framkvæmda í þessari frétt: Enginn vegtollur fylgir þessum göngum né öðrum göngum í gegnum færeysk fjöll. Gjaldtaka af jarðgöngum þar er eingöngu af neðansjávargöngum. Fern slík eru komin á milli eyja í Færeyjum; Vogagöng, Norðureyjagöng, Austureyjargöng og Sandeyjargöng. Horft út um gangamunna.Landsverk Og Færeyingar virðast ekkert ætla að slaka á í jarðgangagerðinni. Ráðherrann boðaði að næstu göng yrðu til Tjörnuvíkur og stefnt væri á fyrstu sprengingu á næsta ári. Jafnframt væru Suðureyjargöng komin á dagskrá. Stöð 2 heimsótti Færeyjar síðastliðið sumar og fjallaði um jarðgangagerð Færeyinga í þessari frétt: Stærsta áskorunin er þó framundan, 23 kílómetra löng Suðureyjargöng, sem sagt var frá hér: Færeyjar Samgöngur Danmörk Vegtollar Byggðamál Tengdar fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fleiri fréttir Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Sjá meira
Göngunum er ætlað treysta samgöngur milli Klakksvíkur, næst stærsta bæjar Færeyja, og annarra byggða á Borðey; Árnafjarðar, Norðdepils og Hvannasunds, sem og Viðeyjar og Viðareiðis. Þau leysa af tvenn eldri göng frá árunum 1965 og 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Þau eru það þröng að stórir flutningabílar geta ekki notað þau, sem takmarkað hefur meðal annars fiskflutninga. Mannfjöldi mætti til að fagna opnun jarðganganna.Landsverk Samgöngu- og sjávarútvegsráðherra Færeyja, Dennis Holm, sem klippti á borðann, lagði áherslu á það í vígsluávarpi sínu að góðar samgöngur innan Færeyja væru jafnréttismál. „Landsstjórnin vinnur að því markmiði að Færeyjar verði bundnar saman þannig að við getum búið, starfað og ferðast um eyjarnar á jafnréttisgrundvelli,“ sagði Dennis Holm. Almenningi var fyrst boðið að ganga, hlaupa og hjóla í gegnum göngin áður en opnað var fyrir bílaumferð.Landsverk „Það leikur enginn vafi á því að gömlu göngin norðan við Fjall hafa verið mikil hindrun í okkar nútímasamfélagi, þar sem góð tengsl milli þorpa, bæja, eyja og einnig landa eru þýðingarmikill þáttur í velferðarríki. Hornaflokkur lék við vígsluathöfnina.Landsverk Það er mikilvægt í daglegu lífi okkar að geta á auðveldan, fljótlegan og öruggan hátt ferðast til vinnu, í skóla, á íþrótta- og menningarviðburði, sótt opinbera þjónustu og ekki síst til að heimsækja fjölskyldu og vini,“ sagði samgönguráðherrann ennfremur. Færeyingar hófu gerð ganganna í febrúar 2021 en Stöð 2 sýndi þá frá byrjun framkvæmda í þessari frétt: Enginn vegtollur fylgir þessum göngum né öðrum göngum í gegnum færeysk fjöll. Gjaldtaka af jarðgöngum þar er eingöngu af neðansjávargöngum. Fern slík eru komin á milli eyja í Færeyjum; Vogagöng, Norðureyjagöng, Austureyjargöng og Sandeyjargöng. Horft út um gangamunna.Landsverk Og Færeyingar virðast ekkert ætla að slaka á í jarðgangagerðinni. Ráðherrann boðaði að næstu göng yrðu til Tjörnuvíkur og stefnt væri á fyrstu sprengingu á næsta ári. Jafnframt væru Suðureyjargöng komin á dagskrá. Stöð 2 heimsótti Færeyjar síðastliðið sumar og fjallaði um jarðgangagerð Færeyinga í þessari frétt: Stærsta áskorunin er þó framundan, 23 kílómetra löng Suðureyjargöng, sem sagt var frá hér:
Færeyjar Samgöngur Danmörk Vegtollar Byggðamál Tengdar fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fleiri fréttir Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Sjá meira
Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30