Fimm látnir og tvö hundruð særðir Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 10:46 Lögregluþjónn stendur þar sem maðurinn ók í gegnum þvögu fólks á miklum hraða. AP/Ebrahim Noroozi Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir. Í frétt ARD í Þýskalandi segir að 41 sé alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem árásarmaðurinn, sem sagður er heita Taleb Al Abdulmohsen, hafi lýst sér sem vinstri sinnuðum manni en hann aðhylltist öfgahægriflokknum AfD og fylgdi hægri sinnuðum aðilum. Þá hefur hann haldið því fram á samfélagsmiðlum að Þjóðverjar séu að íslamvæða Evrópu. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Árásarmaðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Wall Street Journal segir Abdulmohsen hafa verið sjíta múslima en að hann hafi hafnað trúnni og þess vegna flúið frá Sádi-Arabíu. Hann hafi verið þekktur í Þýskalandi sem aðgerðarsinni gegn íslam og í senn barist fyrir réttindum kvenna. Í aðdraganda árásarinnar birti hann færslur á X þar sem hann staðhæfði að hann hefði verið beittur ritskoðun og væri ofsóttur af yfirvöldum í Þýskalandi, sem hefðu framið glæpi gegn flóttafólki eins og honum. Þá sagði hann lögreglu Þýskalands framfylgja „sósíalískum lögum“ og að lögreglan hefði sent vopnaðan mann heim til hans til að stela af honum gögnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er mættur til Magdeburg þar sem hann skoðaði vettvang árásarinnar í morgun með öðrum embættismönnum. Þá segir Spiegel að umfangsmikil leit standi nú yfir á heimili hans, þar sem fjölmargir lögregluþjónar eru staddir. Uppfært: Fjöldi látinna hefur verið hækkaður úr fjórum í fimm. Þá hefur upplýsingum um árásarmanninn verið bætt við. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í frétt ARD í Þýskalandi segir að 41 sé alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem árásarmaðurinn, sem sagður er heita Taleb Al Abdulmohsen, hafi lýst sér sem vinstri sinnuðum manni en hann aðhylltist öfgahægriflokknum AfD og fylgdi hægri sinnuðum aðilum. Þá hefur hann haldið því fram á samfélagsmiðlum að Þjóðverjar séu að íslamvæða Evrópu. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Árásarmaðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Wall Street Journal segir Abdulmohsen hafa verið sjíta múslima en að hann hafi hafnað trúnni og þess vegna flúið frá Sádi-Arabíu. Hann hafi verið þekktur í Þýskalandi sem aðgerðarsinni gegn íslam og í senn barist fyrir réttindum kvenna. Í aðdraganda árásarinnar birti hann færslur á X þar sem hann staðhæfði að hann hefði verið beittur ritskoðun og væri ofsóttur af yfirvöldum í Þýskalandi, sem hefðu framið glæpi gegn flóttafólki eins og honum. Þá sagði hann lögreglu Þýskalands framfylgja „sósíalískum lögum“ og að lögreglan hefði sent vopnaðan mann heim til hans til að stela af honum gögnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er mættur til Magdeburg þar sem hann skoðaði vettvang árásarinnar í morgun með öðrum embættismönnum. Þá segir Spiegel að umfangsmikil leit standi nú yfir á heimili hans, þar sem fjölmargir lögregluþjónar eru staddir. Uppfært: Fjöldi látinna hefur verið hækkaður úr fjórum í fimm. Þá hefur upplýsingum um árásarmanninn verið bætt við.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55
Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent