Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. desember 2024 06:38 Á þessari mynd eftir teiknarann Valentin Pasquier má sjá Gisèle Pelicot og fyrrverandi eiginmanninn Dominique Pelicot, á meðan á réttarhöldunum stóð. AP /Valentin Pasquier Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Dominique Pelicot er sakaður um að hafa byrlað henni ólyfjan án hennar vitundar og síðan boðið tugum manna sem hann kynntist á netinu að nauðga henni í rúmi þeirra hjóna á meðan hún var án meðvitundar. Þessu athæfi hélt hann áfram óslitið frá árinu 2011 og fram til 2020. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi og í raun um allan heim en það var Gisèle sjálf sem ákvað að réttarhöldin yrðu fyrir opnum tjöldum og að nöfn allra hlutaðeigandi yrðu gerð opinber. Þannig segist Gisèle hafa viljað skila skömminni á réttan stað, til nauðgaranna en frá fórnarlambinu. Eiginmaðurinn hefur játað sök í málinu en flestir hinna sem ákærðir eru neita hinsvegar sök og segjast ekki hafa vitað af því að um nauðgun væri að ræða, heldur tæki Gisèle þátt af fúsum og frjálsum vilja. Saksóknarar vilja að Dominique Pelicot verði dæmdur til þyngstu refsingar, sem er tuttugu ára langt fangelsi. Þá vilja þeir að einn nauðgaranna, sem smitaði Gisèle af HIV veirunni verði dæmur í átján ára fangelsi og tíu aðra vilja saksóknarar dæma í 15 til 17 ár. Yfir hinum þrátíu og átta er svo krafist fangelsis frá tíu til fjórtán ára. Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Tengdar fréttir Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður hennar, Dominique Pelicot er sakaður um að hafa byrlað henni ólyfjan án hennar vitundar og síðan boðið tugum manna sem hann kynntist á netinu að nauðga henni í rúmi þeirra hjóna á meðan hún var án meðvitundar. Þessu athæfi hélt hann áfram óslitið frá árinu 2011 og fram til 2020. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi og í raun um allan heim en það var Gisèle sjálf sem ákvað að réttarhöldin yrðu fyrir opnum tjöldum og að nöfn allra hlutaðeigandi yrðu gerð opinber. Þannig segist Gisèle hafa viljað skila skömminni á réttan stað, til nauðgaranna en frá fórnarlambinu. Eiginmaðurinn hefur játað sök í málinu en flestir hinna sem ákærðir eru neita hinsvegar sök og segjast ekki hafa vitað af því að um nauðgun væri að ræða, heldur tæki Gisèle þátt af fúsum og frjálsum vilja. Saksóknarar vilja að Dominique Pelicot verði dæmdur til þyngstu refsingar, sem er tuttugu ára langt fangelsi. Þá vilja þeir að einn nauðgaranna, sem smitaði Gisèle af HIV veirunni verði dæmur í átján ára fangelsi og tíu aðra vilja saksóknarar dæma í 15 til 17 ár. Yfir hinum þrátíu og átta er svo krafist fangelsis frá tíu til fjórtán ára.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Tengdar fréttir Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43 Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10
Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. 26. nóvember 2024 06:43
Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. 19. nóvember 2024 08:46