Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 08:46 Gisele Pelicot ásamt eldri börnum sínum, Caroline og David. Getty/Arnold Jerocki Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira
Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sjá meira