Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 08:38 Söngkonan Eden Golan var fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. EPA Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu. Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi. Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi.
Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira