Ákærður fyrir sjöunda morðið Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 16:03 Rex Heuermann í dómsal í Suffolksýslu í New York í dag. AP/James Carbone Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa framið Gilgo Beach morðin svokölluðu, hefur verið ákærður fyrir sjöunda morðið. Saksóknarar segja Heuermann vera raðmorðingja og er nú sakaður um morðið á vændiskonunni Valerie Mack, sem hvarf fyrir rúmum tveimur áratugum. Líkamsleifar hennar fundust árið 2011 en New York Times segir saksóknara hafa haldið því fram í dag að hár sem fannst á líkamsleifum hennar hafi innihaldið erfðaefni sem samsvari erfðaefni Vitoriu, dóttur Heuermann og Ásu Ellerup, sem er íslensk. Ása sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Sjá einnig: Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Valeri Mack hvarf um vorið 2000 og líkamsleifar hennar fundust ellefu árum síðar. Nú segir lögrelgan að lífsýni úr hári sem fannst á líkamsleifunum samsvari erfðamengi dóttur Rex Heuermann og Ásu Ellerup.AP/Lögreglan í Suffolksýslu Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sagður hafa lagt á ráðin í skjali Saksóknarar hafa bendlað Heuermann við morðin með símagögnum, lífsýnum og sögu hans á internetinu. Þá segjast rannsakendur hafa fundið skjal á tölvu hans, þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Í frétt NYT segir að skjalið bendi til þess að Heuermann hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja það ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Heuermann hafi lifað tvöföldu lífi. Hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Heuermann hefur lýst yfir sakleysi sínu í hinum sex málunum og gerði hann það sama varðandi nýjustu ákærurnar í dómsal í morgun. Hann hefur setið í varðhaldi frá því hann var upprunalega handtekinn en dómarinn í málinu er sagður vonast til þess að réttarhöldin geti hafist á næsta ári. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Líkamsleifar hennar fundust árið 2011 en New York Times segir saksóknara hafa haldið því fram í dag að hár sem fannst á líkamsleifum hennar hafi innihaldið erfðaefni sem samsvari erfðaefni Vitoriu, dóttur Heuermann og Ásu Ellerup, sem er íslensk. Ása sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Sjá einnig: Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Valeri Mack hvarf um vorið 2000 og líkamsleifar hennar fundust ellefu árum síðar. Nú segir lögrelgan að lífsýni úr hári sem fannst á líkamsleifunum samsvari erfðamengi dóttur Rex Heuermann og Ásu Ellerup.AP/Lögreglan í Suffolksýslu Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sagður hafa lagt á ráðin í skjali Saksóknarar hafa bendlað Heuermann við morðin með símagögnum, lífsýnum og sögu hans á internetinu. Þá segjast rannsakendur hafa fundið skjal á tölvu hans, þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Í frétt NYT segir að skjalið bendi til þess að Heuermann hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja það ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Heuermann hafi lifað tvöföldu lífi. Hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Heuermann hefur lýst yfir sakleysi sínu í hinum sex málunum og gerði hann það sama varðandi nýjustu ákærurnar í dómsal í morgun. Hann hefur setið í varðhaldi frá því hann var upprunalega handtekinn en dómarinn í málinu er sagður vonast til þess að réttarhöldin geti hafist á næsta ári.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41
Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48