Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2024 15:48 Rex Heuermann segist ekki sekur. Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32
Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31
Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31