Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 12:30 Gestur Svavarsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga. Stöð 2 Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum. Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum.
Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira