„Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. desember 2024 20:33 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir fullt af augljósum árekstrum í stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það eigi þó líka við um alla aðra meirihlutamöguleika. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Eiríkur ræddi við Kolbein Tuma Daðason fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stjórnarmyndunarviðræður og fréttir af útstrikun Dags B. Eggertssonar sem færist niður í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Horfa má á viðtalið eftir tvær mínútur og þrjátíu sekúndur í klippunni hér að neðan. Þar á undan má sjá viðtal við Heimi Örn Herbertsson, oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Tilfærslur vegna útstrikana óalgengar en þó nokkrar Þetta er pínu óvenjulegt að þetta gerist, þetta hefur ekki gerst mjög oft? „Mig rekur í minni að Björn Bjarnason hafi farið niður um sæti og Guðlaugur Þór eftir hrun. En þetta er ekki algengt, nei,“ segir Eiríkur Bergmann. Og hefur svosem ekki áhrif? „Hefur ekki áhrif í þessu tilviki þar sem Dagur fer beint upp í annað sætið eftir útgöngu Þórðar Snæs.“ Björn Bjarnason og Árni Johnsen færðust báðir niður um sæti í Alþingiskosningum 2007 vegna útstrikana en komust samt inn á þing, Björn í Reykjavík suður en Árni í Suðurkjördæmi. Jóhannes í Bónus hafði þá tekið út heilsíðuauglýsingar í dagblöðum og hvatt kjósendur til að strika út Björn. Í Alþingiskosningum 2009 var Guðlaugur Þór Þórðarson strikaður út 1933 sinnum og fór úr efsta sæti í Reykjavík suður í annað sætið. Þá féll Árni Johnsen úr öðru sæti í Suðurkjördæmi í það þriðja. Þeir komust þó báðir á þing. Viðræður fyrir myndun Valkyrjustjórnar Formenn flokkanna funduðu með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í dag vegna myndunar næstu ríkisstjórnar. Viðræður ákveðinna flokka virðast þó þegar hafnar. Það er ekki komið formlegt stjórnarmyndunarumboð en það virðist deginum ljósara að Kristrún og Þorgerður eru byrjaðar að tala saman. Hvernig sérð þú þetta? „Þær þurfa ekkert sérstakt stjórnarmyndunarumboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Ef það myndast meirihluti á þinginu byrja þeir að tala saman sem telja sig geta unnið saman. Það virðist vera sem þessir þrír flokkar, miðað við orð formannnanna, ætli sér að hefja slíkar viðræður.“ Gjá milli Ingu og Þorgerðar Sérðu fyrir þér að það ætti að geta gengið smurt eða eru einhverjir augljósir árekstrar fram undan? „Fullt af augljósum árekstrum þarna eins og í öllum öðrum samsetningum sem mögulegar eru eftir þetta kjör. Það eru sex flokkar á þinginu, það er engin tveggja flokka stjórn, þú þarft þrjá flokka í allar mögulegar samsetningar og það eru augljósir ásteytingarsteinar hjá öllum,“ segir Eiríkur. „Það er kannski lengst á milli Flokks fólksins, krafna hans um verulegar breytingar hér í bótakerfum, skattheimtu, meðferð ríkisfjár, endurdreifingu gæða, og Viðreisnar sem leggur meiri atvinnulífsáherslu, er ekki ginnkeyptur fyrir skattahækkunum en manni virðist að forystumenn beggja þessara flokka hafi gætt sín verulega á að segja ekki neitt sem víkkar þá gjá sem augljóslega er á milli þessara flokka.“ Möguleiki sem myndaðist á kosninganótt Bjarni Benediktsson nefndi það í dag að það þyrfti ekkert formlegt umboð, flokkarnir geta talað saman og þannig gæti Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og jafnvel Flokkur fólksins farið og myndað meirihluta. „Hver sá sem getur talið upp í 32 getur myndað ríkisstjórn. Þannig er það bara. Það kemur eingöngu til kasta forseta ef ekki myndast meirihluti á þinginu.“ Þannig þetta dæmi á Bessastöðum var bara hálfgert bíó? „Nei, nei, þetta skiptir stjórnskipunarlega töluvert miklu máli en hlutverkið er ekki efnislegt nema þingmennirnir geti ekki komið sér niður að þessu sjálfi. Stjórnarmyndunarumboð skiptir engu máli ef fyrir liggur meirihluti en í þeim tilvikum, sem við höfum séð í nýliðinni sögu Íslands, getur þetta skipt máli þegar glittir í stjórnarkreppu en enn sem komið er ekkert slíkt í spilunum og þessi möguleiki myndaðist eiginlega á kosninganótt,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Eiríkur ræddi við Kolbein Tuma Daðason fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stjórnarmyndunarviðræður og fréttir af útstrikun Dags B. Eggertssonar sem færist niður í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Horfa má á viðtalið eftir tvær mínútur og þrjátíu sekúndur í klippunni hér að neðan. Þar á undan má sjá viðtal við Heimi Örn Herbertsson, oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Tilfærslur vegna útstrikana óalgengar en þó nokkrar Þetta er pínu óvenjulegt að þetta gerist, þetta hefur ekki gerst mjög oft? „Mig rekur í minni að Björn Bjarnason hafi farið niður um sæti og Guðlaugur Þór eftir hrun. En þetta er ekki algengt, nei,“ segir Eiríkur Bergmann. Og hefur svosem ekki áhrif? „Hefur ekki áhrif í þessu tilviki þar sem Dagur fer beint upp í annað sætið eftir útgöngu Þórðar Snæs.“ Björn Bjarnason og Árni Johnsen færðust báðir niður um sæti í Alþingiskosningum 2007 vegna útstrikana en komust samt inn á þing, Björn í Reykjavík suður en Árni í Suðurkjördæmi. Jóhannes í Bónus hafði þá tekið út heilsíðuauglýsingar í dagblöðum og hvatt kjósendur til að strika út Björn. Í Alþingiskosningum 2009 var Guðlaugur Þór Þórðarson strikaður út 1933 sinnum og fór úr efsta sæti í Reykjavík suður í annað sætið. Þá féll Árni Johnsen úr öðru sæti í Suðurkjördæmi í það þriðja. Þeir komust þó báðir á þing. Viðræður fyrir myndun Valkyrjustjórnar Formenn flokkanna funduðu með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í dag vegna myndunar næstu ríkisstjórnar. Viðræður ákveðinna flokka virðast þó þegar hafnar. Það er ekki komið formlegt stjórnarmyndunarumboð en það virðist deginum ljósara að Kristrún og Þorgerður eru byrjaðar að tala saman. Hvernig sérð þú þetta? „Þær þurfa ekkert sérstakt stjórnarmyndunarumboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Ef það myndast meirihluti á þinginu byrja þeir að tala saman sem telja sig geta unnið saman. Það virðist vera sem þessir þrír flokkar, miðað við orð formannnanna, ætli sér að hefja slíkar viðræður.“ Gjá milli Ingu og Þorgerðar Sérðu fyrir þér að það ætti að geta gengið smurt eða eru einhverjir augljósir árekstrar fram undan? „Fullt af augljósum árekstrum þarna eins og í öllum öðrum samsetningum sem mögulegar eru eftir þetta kjör. Það eru sex flokkar á þinginu, það er engin tveggja flokka stjórn, þú þarft þrjá flokka í allar mögulegar samsetningar og það eru augljósir ásteytingarsteinar hjá öllum,“ segir Eiríkur. „Það er kannski lengst á milli Flokks fólksins, krafna hans um verulegar breytingar hér í bótakerfum, skattheimtu, meðferð ríkisfjár, endurdreifingu gæða, og Viðreisnar sem leggur meiri atvinnulífsáherslu, er ekki ginnkeyptur fyrir skattahækkunum en manni virðist að forystumenn beggja þessara flokka hafi gætt sín verulega á að segja ekki neitt sem víkkar þá gjá sem augljóslega er á milli þessara flokka.“ Möguleiki sem myndaðist á kosninganótt Bjarni Benediktsson nefndi það í dag að það þyrfti ekkert formlegt umboð, flokkarnir geta talað saman og þannig gæti Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og jafnvel Flokkur fólksins farið og myndað meirihluta. „Hver sá sem getur talið upp í 32 getur myndað ríkisstjórn. Þannig er það bara. Það kemur eingöngu til kasta forseta ef ekki myndast meirihluti á þinginu.“ Þannig þetta dæmi á Bessastöðum var bara hálfgert bíó? „Nei, nei, þetta skiptir stjórnskipunarlega töluvert miklu máli en hlutverkið er ekki efnislegt nema þingmennirnir geti ekki komið sér niður að þessu sjálfi. Stjórnarmyndunarumboð skiptir engu máli ef fyrir liggur meirihluti en í þeim tilvikum, sem við höfum séð í nýliðinni sögu Íslands, getur þetta skipt máli þegar glittir í stjórnarkreppu en enn sem komið er ekkert slíkt í spilunum og þessi möguleiki myndaðist eiginlega á kosninganótt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Samfylkingin Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira