Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. desember 2024 23:03 Stefanía segir Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið varnarsigur þrátt fyrir lökustu frammistöðu flokksins. Stöð 2 Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að miðað við niðurstöðurnar megi ætla að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu flokkshollari en kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Framsóknar, sem misstu mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn endaði með 7,8 prósenta fylgi og fimm þingmenn og Vinstri græn eru horfin af þingi með 2,3 prósenta fylgi en voru með átta þingmenn. Þá segir hún formann Sjálfstæðisflokksins reyndan stjórnmálamann og að kosningabarátta flokksins hafi gengið vel. Miðflokkurinn hafi veitt flokknum samkeppni síðustu vikur og mánuði en fataðist flugið á síðustu metrunum. Þá hafi fylgið aftur ratað til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi til Viðreisnar. „En það vannst varnarsigur,“ segir Stefanía en að á sama tíma sé þetta lakasta frammistaða flokksins í kosningum hingað til. Kristrún verði að hafa eitthvað að sýna Formenn flokkanna fara allir á fund forseta á morgun. Stefanía segir að forsetinn muni ræða við frambjóðendur um þeirra sýn og hvort þau sjái fram á að mynda meirihluta. „Kristrún verður að sýna fram á, til dæmis, að hún telji líklegt að Viðreisn og Flokkur fólksins séu tilbúin með henni í vegferð,“ segir hún og að það sé nokkuð líkleg niðurstaða eftir fund formannanna með forsetanum á morgun. Það þurfi þó ekki að þýða að það verði lokaniðurstaðan. Sama yrði að gilda um Bjarna en sá möguleiki sé ekki í hendi alveg strax vegna þess að boltinn er hjá Viðreisn. Flokkur fólksins hafi gefið út að þau vilji fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn en að Viðreisn þurfi að spila leikinn þannig að þau reyni að fá fram sem mest af sínum stefnumálum án þess þó að gefa of mikið eftir. Formennirnir halda á fund forseta í fyrramálið. Kristrún Frostadóttir er fyrst klukkan 9. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hún segir að miðað við niðurstöðurnar megi ætla að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu flokkshollari en kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Framsóknar, sem misstu mun meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn endaði með 7,8 prósenta fylgi og fimm þingmenn og Vinstri græn eru horfin af þingi með 2,3 prósenta fylgi en voru með átta þingmenn. Þá segir hún formann Sjálfstæðisflokksins reyndan stjórnmálamann og að kosningabarátta flokksins hafi gengið vel. Miðflokkurinn hafi veitt flokknum samkeppni síðustu vikur og mánuði en fataðist flugið á síðustu metrunum. Þá hafi fylgið aftur ratað til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka tapað fylgi til Viðreisnar. „En það vannst varnarsigur,“ segir Stefanía en að á sama tíma sé þetta lakasta frammistaða flokksins í kosningum hingað til. Kristrún verði að hafa eitthvað að sýna Formenn flokkanna fara allir á fund forseta á morgun. Stefanía segir að forsetinn muni ræða við frambjóðendur um þeirra sýn og hvort þau sjái fram á að mynda meirihluta. „Kristrún verður að sýna fram á, til dæmis, að hún telji líklegt að Viðreisn og Flokkur fólksins séu tilbúin með henni í vegferð,“ segir hún og að það sé nokkuð líkleg niðurstaða eftir fund formannanna með forsetanum á morgun. Það þurfi þó ekki að þýða að það verði lokaniðurstaðan. Sama yrði að gilda um Bjarna en sá möguleiki sé ekki í hendi alveg strax vegna þess að boltinn er hjá Viðreisn. Flokkur fólksins hafi gefið út að þau vilji fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn en að Viðreisn þurfi að spila leikinn þannig að þau reyni að fá fram sem mest af sínum stefnumálum án þess þó að gefa of mikið eftir. Formennirnir halda á fund forseta í fyrramálið. Kristrún Frostadóttir er fyrst klukkan 9.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04