Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 18:50 Ekki eru allir sammála í Belgíu um gagnsemi löggjafarinnar. Vísir/Getty Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir. Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Sjá meira
Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir.
Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Sjá meira