Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Jón Þór Stefánsson skrifar 26. nóvember 2024 13:06 Bíllinn sem var rændur ók frá Videomarkaðinum að Catalinu þar sem þjófnaðurinn fór fram. Vísir/Vilhelm Rannsókn á margra milljóna króna þjófnaði í Hamraborg í Kópavogi, sem var framið í byrjun mars, er lokið og hefur verið sent til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Einn er með stöðu sakbornings í málinu en Sigrún getur ekki sagt hvort hann sé grunaður um að fremja ránið að einhvers konar aðild að málinu. Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti fjárins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Sigrún segir að síðan hafi ekki fundist stærri hluti þýfisins við rannsókn lögreglu. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Einn er með stöðu sakbornings í málinu en Sigrún getur ekki sagt hvort hann sé grunaður um að fremja ránið að einhvers konar aðild að málinu. Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti fjárins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Sigrún segir að síðan hafi ekki fundist stærri hluti þýfisins við rannsókn lögreglu.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira