Hálft ár frá ráninu í Hamraborg sem er enn óupplýst Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 25. september 2024 20:31 Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar að morgni mánudagsins 25. mars. Stöð 2 Í dag eru sex mánuðir síðan tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Málið er enn óupplýst. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn í rannsókn, og ekkert nýtt að frétta að svo stöddu. Svo virðist sem að rannsóknin gangi erfiðlega en í lok ágúst höfðu engar nýjar vísbendingar borist lögreglu varðandi málið. Málið rifjað upp Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Saklaus maður handtekinn fyrir mistök Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti féssins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 30. mars var saklaus maður handtekinn og látinn dúsa í fangaklefa í átta tíma. Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans og handtóku hann. Sat í gæsluvarðhaldi í viku Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Lögreglan hélt spilunum þétt að sér. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst í málinu en 2. júlí var greint frá því að peningarnir hafa ekki enn fundist en vísbendingar væru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn í rannsókn, og ekkert nýtt að frétta að svo stöddu. Svo virðist sem að rannsóknin gangi erfiðlega en í lok ágúst höfðu engar nýjar vísbendingar borist lögreglu varðandi málið. Málið rifjað upp Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Saklaus maður handtekinn fyrir mistök Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti féssins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 30. mars var saklaus maður handtekinn og látinn dúsa í fangaklefa í átta tíma. Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans og handtóku hann. Sat í gæsluvarðhaldi í viku Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Lögreglan hélt spilunum þétt að sér. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst í málinu en 2. júlí var greint frá því að peningarnir hafa ekki enn fundist en vísbendingar væru um að hluti þeirra hafi farið í umferð.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14