Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2024 17:45 Spilar ekki næsta mánuðinn. Jose Manuel Alvarez Rey/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City verða án lykilsmanns í hinni mikilvægu jólatörn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sömu sögu er að segja af Arsenal sem verður einnig án eins síns besta varnarmanns næstu mánuðina. Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Englandsmeistararnir eru nú þegar án hins gríðarlega mikilvæga Rodri það sem eftir lifir tímabils eftir að hann sleit krossband í hné. Ekki minnkar álagið á miðjumönnum liðsins á næstunni en The Athletic hefur greint frá því að króatíski miðvallarspilarinn Mateo Kovačić verði frá næsta mánuðinn eða svo. Manchester City midfielder Mateo Kovacic is set to be out for up to a month with an injury, Pep Guardiola has confirmed.The 30-year-old has started #MCFC's last six Premier League games, deputising for the injured Rodri in central midfield.He started both of Croatia’s Nations… pic.twitter.com/HCx31obJdO— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Kovačić hefur byrjað síðustu sex leiki Man City og var jafnframt í byrjunarliði Króatíu í báðum leikjum þjóðarinnar í Þjóðadeildinni. Hann var hins vegar tekinn af velli í hálfleik gegn Portúgal á mánudaginn var og nú hefur komið í ljós að hann verður frá í mánuð. Hann missir því af leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina, stórleiknum gegn Liverpool 1. desember sem og nágrannaslagnum gegn Manchester United þann 15. desember. Alls missir hinn þrítugi miðjumaður af átta leikjum verði hann frá keppni í þann tíma sem hefur verið gefinn upp. Arsenal hefur líka orðið fyrir áfalli en hægri bakvörðurinn Ben White verður frá keppni næstu mánuðina samkvæmt þjálfara liðsins, Mikel Arteta. Á blaðamannafundi í dag, föstudag, sagði þjálfarinn að White hefði farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné og muni ekki spila meira á næstunni. Mikel Arteta has confirmed that Arsenal defender Ben White is going to be out for “months” after undergoing a knee procedure during the international break.White played the full game in the 1-1 draw with Chelsea, but has been dealing with multiple issues since the start of the… pic.twitter.com/NLZ9un5MB4— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 22, 2024 Hinn 27 ára gamli White spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Arsenal gegn Chelsea fyrir landsleikjahlé en hefur verið að glíma við ýmis meiðsli frá því að leiktíðin hófst. Ekki er vitað hvenær White snýr aftur en gæti verið svo að hann hafi lokið leik á leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira