Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 11:43 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, þurfti að fjarlægja blys af gervigrasinu í Víkinni eftir að því var kastað inn á völlinn þegar Breiðablik komst í 3-0. Stöð 2 Sport Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira