Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Íslandsmeistaraparið Damir Muminovic og Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Stefán Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn. Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín
Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira