Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:02 Stóra hreindýraveiðitímabinu lauk í september en tuttugu daga gluggi er í nóvember til að fella 24 hreinkýr. Vísir/vilhelm Yfirmaður hjá Umhverfisstofnun segir um undantekningartilvik að ræða þegar skjóta þurfti fleiri en einu skoti til að fella hreinkú á Suðausturlandi í gær. Mestu máli hafi skipt að tekist hafi að fella dýrið en það ekki sloppið sært í burtu. Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, lýsti því í gær hvernig hann hefði fylgst með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr „í bakgarðinum“ hjá sér. Hann setti stórt spurningamerki við veiðarnar en hann hefði heyrt í það minnsta sex byssuskot. Nóvemberveiðar á hreinkúm standa yfir á tveimur syðstu veiðisvæðunum, svæði 8 og 9, þar sem leyfi er fyrir 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Ein af þessum kúm var felld í námunda við heimili Sæmundar í gær. Bjarni Jónasson, teymisstjóri í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir mál á borð við þetta eiginlega aldrei koma inn á borð stofnunarinnar. „Sem betur fer er ekki oft sem svona gerist,“ segir Bjarni. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið strax í að leita upplýsinga, hafa samband við tilkynnanda sem hafi ekki svarað í símann og svo rætt við leiðsögumann. „Það er ekkert sem bendir til þess að nokkuð ólöglegt hafi verið gangi. Að þeir hafi verið of nálægt húsum eða annað slíkt,“ segir Bjarni. „Það virðist vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Fyrsta skotið hafi ekki verið nógu gott. Þá virðist dýrið hafa farið af stað. Ef þau hlaupa af stað getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að fella dýrið,“ segir Bjarni. Ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort tvö skot eða fleiri hafi farið í dýrið. Bjarni segir atvikið óheppilegt en sé sem betur fer algjör undantekning.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira