Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 19:11 Harris fékk einungis 224 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að vinna kosningarnar. Vísir/Getty Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira